Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 40

Skátablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 40
úr Hafnarfirði, aðeins 17 ára að aldri. Vottum við aðstandendum hans öllum innilegustu hlut- tekningu vora. — Er hans getið nánar annars staðar hér í blaðinu. ÁSTRALÍUFRÉTTIR. Roversmót Ástralíu stendur yfir um þessar mundir (frá 27. des. til 2. jan.). Skátasamband- ið í Victoria State sér um mótið. Auk ástralskra skáta munu róverar frá flestum öðrum Kyrra- hafslöndum sækja mótið. SKÁTAR BYGGJA SKÓLA. Undanfarin tvö ár hafa 20 róversskátar unn- ið við að byggja skóla í Gbodjeþorpi í frönsku Vestur-Afríku. Þeir eiga þó ekki heima þar sjálfir, heldur í næstu borg, en hafa farið þangað í frítímum sínum. Einnig hafa þeir stofnað sjóð til að greiða kennsluna. Börnin sækja skólann á dag- inn, en fullorðnir á kvöldin, þrjá daga vik- unnar. Skátarnir fara þangað einu sinni í viku og hjúkra veikum. '---------------------------------N SKÁTABLAÐIÐ Útgefandi: BANDALAG ÍSLENZKRA SKÁTA Ritstjóri: ÞORVARÐUR BRYNJÓLFSSON Ritnefnd: Eysteinn Sigurðsson, Svanur Þ. Vilhjálms- Gunnar Guðmundsson, Ingólfur Babel, Ingolf Petersen, Gyða Ragnarsdóttir, Elín Davíðsdóttir, Guðný Sigurðardóttir, Arn- björn Kristinsson (ábyrgðarmaður). U tanáskrift: Pósthólf 1247, Reykjavík. Árgangurinn kostar 35 krónur. Prentsmiðjan Oddi h.f. V_________________________________- HÓF. Skátaflokkurinn Jötnar hélt upp á ársafmæli sitt þann 23. og 24. nóv. með vetrarhátíð í Jöt- unheimum, sem er eign yngri R. S. Er gestirnir, sem voru nálægt 40 komu upp- eftir, beið þeirra heitur maður, og bragðaðist hann öllum vel. Um kvöldið var kvöldvaka, og á eftir var stiginn dans. Heiðursgestur hátíðarinnar var Óskar Pétursson og var honum veitt „sokka- bandsorða" Jötna, fyrir störf sín í þágu skáta- hreyfingarinnar. Á sunnudagsmorgun vöknuðu menn snemma og fengu þá leifar veizlumatarins. Um kl. 4 var lagt af stað í bæinn. Þessi skemmtun var hinum unga Jötna- flokki til hins mesta sóma. ALÞJÓÐARÁÐSTEFNA DRENGJASKÁTA var haldin í Englandi dagana 13.—17. ágúst. Eyrir hönd íslenzkra drengjaskáta mættu þar þeir Sigurður Ágústsson og Ingólfur Babel. Eorsíðuna teiknaði Guðmundur Ólafsson. SKÁTAR Við prentum: Bæltur Blöð Tímarit PRENTSMIÐJAN ODDI H.F. Grettisgötu 16. — Sími 12602. 116 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.