Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 23

Skátablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 23
Allir þátttakendur námskeiðsins. uðum. Og þau hjónin ásamt félagsforingj- anum áttu sinn þátt í því að gera okkur ferðina sem allra bezta. Morguninn eftir byrjuðum við klukkan 9.30. Við höfðum setningu námskeiðsins inni, en því næst héldum við út. Þar kennd- um við krökkunum nokkra leiki og boð- hlaup. Hundarnir í þorpinu höfðu geysi- mikinn áhuga á þessu rápi okkar þarna, og nokkrir þeirra tóku meira að segja ríku- legan þátt í boðhlaupunum. Svo fórum við inn og héldum þar nokkrar smáræður um ýmislegt viðvíkjandi starfi foringjans. Og þess á milli sungum við, bæði gamla söngva og líka nokkra nýja, sem við kenndum krökkunum. Eftir hádegið héldum við áfram í líkum dúr, og þá var einnig farið í hina ýmsu hluta annarsflokksprófsins, en það er það próf, sem krakkarnir voru aðallega að fást við. M. a. fóruin við Ásta út úr herberginu, og krakkarnir voru látnir lýsa okkur. Nokkrar lýsinganna voru reglulega góðar, en við skemmtum okkur konunglega, þegar við lásum þær. Klukkan hálf-sjö slitum við svo þessum þætti okkar í námskeiðinu, en það hélt svo áfram nokkur kvöld í vikunni. Okkur Ástu fannst báðum tíminn allt of fljótur að líða. Við hefðum svo gjarnan viljað vera lengur, bæði til að kenna krökkunum, og líka til að kynnast betur starfinu þarna, sem er mjög gott, þó að það sé ungt. Um kvöldið var svo að sjálfsögðu kvöld- vaka, og þar voru mættir fimmtíu og þrír skátar, svo að skólastofan okkar var þétt- skipuð. En þröngt mega sáttir sitja, og kvöldvakan fór ágætlega fram með söngv- urn sínunt og leikjum. Eftir að slitið hafði verið, tók svo Þórður mynd af hópnum, öllum til mikillar ánægju. Og á mánudagsmorgun kvöddum við Skagaströnd og brunuðum af stað suður í gráan hversdagsleikann. Anna Kristjánsdóttir, K.S.F.R. SKATABLAÐIÐ 17

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.