Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 25

Skátablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 25
ágúst og eftir það á mót í Cardiff sem er frá 5.—12. ágúst. Mótsgjöld eru engin. c) Sjö kvenskátum og einum foringja er boðið til dvalar og móts til Yorkshire N.R. um 25. júlí. d) Sjö kvenskátum og einum foringja er boðið til móts í Angus, Skotlandi, 4.—12. júlí og eftir jjað til dvalar í Skotlandi til 3. ágúst, en þá hefst annað mót sem stend- ur til 10. ágúst, eftir það er þeim boðið að clvelja í Edinborg til 17. ágúst. Mótsgjald er ekkert á fyrra mótinu en £ 3.10.0 á því seinna. e) Sjö kvenskátum og einum foringja er boðið á mót í Lancashire S.W. frá 30. júlí til 6. ágúst. Og að dvelja þar fyrir eða eft- ir mótið. Mótsgjald er 3 £■ f) Sex kvenskátum og einurn foringja er boðið á mót í Perth, Skotlandi, 23.—30. júlí og að dvelja þar frá 16. júlí. Eftir mótið er haldið til í Morayshire og dvalist þar frá 30. júlí til 9. eða 10. ágúst. Mótsgjald í Perth er 3 £. 9. Þann 14.—24. júní 1960 verður sérstök svannavika í fjallaskálanum Our Chalet í Sviss. Aldurstakmark er 16—21 árs. Aðrar kröfur eru ekki gerðar, en stúlkurnar verða að vera hraustar, því farið verður í erfiðar ferðir. Viðfangsefni. Farið verður í fjallgöngur og dvalist í tjöldum að nóttu til. Dansað, sungið og margt fleira. Kostnaður: Ekki nieira en 10 svissneskir frankar á dag. 10. Borizt ltefur bréf frá Our Ark, sem er al- þjóðakvenskátaheimili í London. Þar er íslenzkum kvenskáta boðinn staða sem að- stoðarhúsvörður. Nánari upplýsingar eru veittar í skrifstofu B.Í.S. 11. B.Í.S. hefur nýlega borizt boð frá brezka drengjaskátasambandinu. Hér er um að ræða mót sem haldið verður í Norfolk hér- aði dagana 6.-13. ágúst 1960. Hver þátt- takandi verður að kosta sjálfur allar ferð- ir og 3 £ í mótsgjald. Nánari upplýsingar eru væntanlegar. LIRSLIT teikniþrautar NÓVEMBERBLAÐSINS Blaðinu bárust margar skemmtilegar lausnir. Tvær skemmtilegustu myndirnar birtum við hér á síðunni. Sti, sem okkur þykir bezt, er eftir Sigfinn Sigfinnsson, 15 ára, Hásteinsvegi 55, Vestmannaeyjum. Myndin, sem hann sendi, er haglega máluð, og er hann án efa mikið lista- mannsefni. — Hin er eftir Guðrúnu Kristins- dóttur, 13 ára, Langholtsvegi 36, Reykjavík, og ber hún vott urn skemmtilegt hugmyndaflug. Verðlaunin voru áttaviti. FRÉTTABRÉF FRÁ HÖFÐAKAUPSTAÐ Það sem af er vetrinum hefur starfið hjá skátafélaginu Sigurfara hér í Höfðakaupstað verið í miklum uppgangi. Félagið er ekki enn- þá orðið ársgamalt, en hefur þó yfir 40 starfandi meðlimi. Flokksfundir eru vikulega og fundar- sókn yfir 90%, og á sveitar- og félagsfundum hefur fundarsókn verið um 98%. Starfið í vetur hófst með foringjanámskeiði um mánaðamótin október-nóvember. Komu tveir foringjar úr K.S.F.R. og kenndu á námskeiðinu ásamt félagsforingjanum hér. Námskeið þetta sóttu einnig skátar frá Blönduósi. Var þetta námskeið mikill aflgjafi fyrir starfið hér. I nóvember var næturleikur, með útivarðeld á eftir, og í desember var gönguferð. Voru flokkarnir sendir i rannsóknarleiðangra í ná- grenni staðarins. En aðalstarfið í nóvember fór i að undirbúa opinbera skátaskemmtun, sem haklin var í samkomuhúsi staðarins 1. desember. SKATABLAÐIÐ 19

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.