Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 16

Skátablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 16
F ELU MY N D Hvnr er hauskúpan? „Takmarkið með foringjamenntun er ávallt hið sama, þó aðferð og aðstæður breytist. Æskan er mynd líðandi stundar, ef svo mætti segja. Það verður því að taka hana eins og hún er á hverjum tíma. Mesti and- stæðingur skátahreyfingarinnar nú, virðist vera lifnaðarhættir fjöldans í dag, þ. e. a. s. virðingarleysi fyrir andlegum verðmætum, lögum og reglum, of miklir vasapeningar unglinga, hirðuleysi og kæruleysi og af mik- il eyðsla á flestum sviðum. í foringjamennt- un yrði því að leggja áherzlu á eftirfarandi atriði: Að læra að lifa lifinu á einfaldan hátt, komast í meiri snertingu við náttúr- una og læra að meta kyrrðina, fegurðina og friðinn. Æskan er lífsþyrst og í sífelldri leit að viðfangsefnum. Það er á valdi foringjans að skapa það andrúmsloft, sem eykur vin- áttu og eflir bræðralag bæði inn á við og út á við. Sérstök áherzla skuli liigð á flokka- kerfið, brýna þurfi íyrir skátunum að sýna þjónustulund og inna af hendi dag- íegan skátagreiða. Kenna þeim að skipu- leggja starfið og auka virðingu þeirra fyrir lögum og reglum, og síðast en ekki sízt, að kenna þeim að meta andleg verðmæti og þroska sig í öllum góðum dyggðum.“ Nokkrar umræður urðu um málið og gerði hver þjóð grein fyrir foringjamennt- un í sínu landi. Danir og Finnar höfðu skipulagt sína æðstu foringjamenntun á svipaðan liátt og Norðmenn. Svíar höfðu svipaða scigu að segja, þó höfðu þær ekki skipulagt það, svo að þeim líkaði, en það stendur til bóta. ísland hefur ekki ennþá slíkan skóla, en hyggst að hefjast handa í náinni framtíð. Eg gat þess, að um þessar mundir hefði fyrsti stúlknaflokkurinn tek- ið þátt í Gilwell-námskeiði, sem haldið hafði verið fyrir drengi, hið fyrsta á ís- landi. Væri [jað byrjun, sem vonast væri eftir, að gæfi góða raun. Að öllum líkind- um myndi okkar æðsta foringjamenntun verða með svipuðu sniði og hinna Norður- landanna. Annað mál fundarins var „Alþjóðaráð- stefnan, sem haldin verður að þessu sinni i Grikklandi í maí n.k. Framsögu hafði Greifafrú Bernadotte. Lagði hún sérstak- lega áherzlu á, hve nauðsynfegt það væri, að gott samband væri á milli Alþjóðastjórnar- innar og hinna ýmsu meðiima Bandalags- ins, og að hvert land ætti sinn fulltrúa á ráðstefnunni, sem haldin væri þriðja hvert ár. Þriðja málið var: „Sameining sænsku skátanna í eitt bandalag". Framsögu hafði Márta Normann, foringi „Sveriges Flick- scoutförbund". Gerði hún grein fyrir því, að nú væri mikið rætt um að sameina öll skátabandalög í Svíþjóð, bæði stúlkna og pilta, í eitt bandalag. Virðist það vera kom- ið á það stig, að um annað sé ekki að ræða. Virðist það vera heppilegasta úrlausnin til þess að leysa hin ýmsu vandamái skátanna sem stendur. Noregi, Danmörku og Finn- landi leizt ekki á þessa ráðstöfun, töldu að 10 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.