Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 9

Skátablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 9
&óýnilecfci höndin Saga frá Lapplandi eftir Jan Kinnsale. ikið vatn hefur runnið til sjávar síðan atburðir þeir gerðust, er saga þessi greinir frá. Á vor- um dögum búa barnabörn þeirra manna, sem við þá voru riðnir, lengst norður í Lappandi, nánar til- tekið í þorpinu Kaallavaar, sem liggur á sextugustu og níundu gráðu norðlægrar breiddar. Alvarleg farsótt herjaði á hreindýrahjarð- irnar. Allt undanfarandi ár hafði dýrunum farið smáfækkandi, og nú var svo komið, að fólkið var farið að verða uggandi um afkomu sína. Allt líf Lappanna byggist á hreindýrunum, og brygðust þau var ekki annað framundan en napur vetur fullur af hungri og kulda. í þorpinu Kaallavaar hafði verið sent eft- ir töframanninum. Vonazt var til, að hann myndi geta sagt til um, hvers vegna guðirnir hefðu reiðst mönnunum svo, að þeir hefðu sent þeim þessa hræðilegu plágu, og hvaða fórnir skyldi færa þeim til yfirbóta. Sú var ástæðan til þess, að á meðan frost- ið beit litlu birkitrén úti fyrir, svo að í þeim small líkt og skotið væri úr rifflum, þá sat töframaðurinn, Nuvte Juffu, með kross- lagða fætur við eldinn í tjaldi höfðingjans, Anta Jalvi, og hóf að þylja langar töfra- þulur og barði undir á trumbu sína. Þó að kvenfólkið hefði verið sent burt, var tjaldið samt sem áður þéttskipað mönn- um, sem komið höfðu til að vera viðstaddir athöfnina. Þeir sátu þar þögulir með kross- lagða fætur og eldsbjarminn flögraði um andlit þeirra, sem voru alvarleg undir fer- hyrndum og borðalögðum höfuðfötunum. Þessi athöfn hafði mjög mikla þýðingu fyr- ir þá. Þau orð, sem koma myndu út yfir varir töframannsins, myndu segja þeim til um örlög hjarða þeirra. Fjarrænu og sérkennilegu bliki brá fyrir í augum töframannsins. Hönd hans, sem minnti á ránfuglskló, barði æðislega á trumbuna með hamri úr hreindýrsbeini. Látúnshringar hentust til og frá eftir hrein- dýrsskinni trumbunnar, sem á voru teikn- uð dularfull merki með rauðum lit úr elris- berki. Þeir þeyttust af einu rauða merkinu á annað, frá merki kirkjunnar yfir á merki sjúkdómanna, frá merki mánans yfir á merki Tavaj, guðs fiskveiðanna, og þaðan yfir á merki sólarinnar, móður allrar skepnu . . . Hringakippan dansaði fram og aftur um skinnið. Og sem hin tilbreytingarlausu hljóð trumbunnar bergmáluðu út um tjaldið, blönduð skröltinu úr látúnshringunum, þá ranghvolfdust augu töframannsins, tennur hans glömruðu, hann blístraði líkt og næt- urfuglinn og froða vall um munnvik hans . . Skyndilega var þessi ljóta athöfn trufluð. Dúknum, sem lokaði tjaldyrunum, var ýtt til hliðar, og frostkaldan gust lagði inn yfir hópinn. í rökkrinu innan við dyrnar mátti greina 23 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.