Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 12

Skátablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 12
anum, myndu þeir nú vera og fylgja sleðan- um þétt eftir, samhliða honum, dálítið hik- andi vegna mannalyktarinnar, en æstir upp af volgri hreindýrslyktinni. Einn saman eða í dagsljósi, er úlfurinn hinn mesti heigull, svo að stundum fara Lapparnir á úlfaveiðar með skíðastafi sína eina að vopni. En að nóttu til og ef þeir eru margir saman í lióp, ef til vill reknir áfram af hungri, þá segja Lapparnir, „að úlfurinn brenni eins og eldur“. Niila sá eftir að hafa tekið Jóhann með. Einn maður og tveir sekkir af liveiti og salti var meira en nóg fyrir hreindýrin að draga. Líka tók hann nú eftir því, sér til mikillar skapraunar, að annað dráttardýrið var farið að heltast og íþyngdi liinu. Samt hlupu þau bæði eins hratt og þau frekast megnuðu og stundu á hlaupunum, svo að gufustrókarnir gengu fram úr nösum þeirra. „Þarna,“ sagði Jóhann og benti. Um það bil tvö hundruð metra að baki sér greindu þeir ógreinilega einhverja skepnu læðast yfir snævi þakinn ísinn, og síðan fleiri og fleiri. Þetta var stór hópur. Másaveiðar Kisi á að fara réttsælis eftir hringnum og éta þrettándu hverja mús, en verður að éta þá hvítu síðast. Hvernig fer hún að því? „Þeir eru einir fjörutíu," áætlaði Jóhann. Halta hreindýrið hrasaði um egghvassan harðfennishrygg og sleðinn kastaðist á hlið- ina. Niila sló í dýrið og kom sleðanum þann- ig á réttan kjöl aftur. Hann ákvað nú að halla upp á vatnsbakkann og aka upp á klettinn. Hann var ekki liræddur, en hann sá fram á það, að þar sem annað hreindýrið var stöðugt að verða haltara og haltara, myndu úlfarnir fljótlega getað hlaupið sleð- ann uppi. En uppi á klettinum voru þeir nokkurn veginn öruggir. Þaðan myndi hann líka ef til vill getað skotið nokkra úlfa og rekið þá þannig burtu í leit að auðunnari bráð, eða jafnvel sloppið undan meðan þeir væru að rífa hina dauðu félaga sína í sig. Þeir urðu að ganga upp hlíðina, en það var eins og úlfana grunaði, að þeir myndu fara beint niður aftur hinum megin, því þeir gerðu enga tilraun til að fylgja þeim eftir. í þess stað skokkuðu þeir í hægðum sínum yfir vatnið og söfnuðust saman í hálf- lning ekki langt frá rótum klettanna. Þeir störðu á eftir mönnunum og snuðruðu út í loftið. Augu þeirra lýstu eins og eldsglæð- ur í myrkrinu. Öðru hverju, þegar ljóstaumarnir sterymdu um himininn, sást úlfana greini- lega bera við fannhvítan snjóinn. Þetta voru nærri því fjörutíu grindhoraðar skepnur, sem hýmdu hreyfingarlausar með nokkru millibili. Niila fannst úlfarnir vera sjálft heimskautahungrið uppmálað. Inn á milli kyrkingslegra birkitrjánna, sem stóðu uppi á Fórnarklettinum, stöðv- aði Niila hreindýrin, og losaði um riffil sinn. Hendur hans voru svo stirðar, að liann varð að taka af sér annan vettlinginn til að geta dregið byssuna upp. Er hann snerti byssuhlaupið, límdust fingurnir við það og hann fann til sársauka, þegar hann losaði þá aftur. Hann gekk varlega fram á klettabrúnina SKÁTABLAÐIÐ 26

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.