Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 13

Skátablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 13
og horfði niður á úlfana. Að baki honum beið Jóhann spenntur og gætti hreindýr- anna. Niila lyfti byssunni upp að öxlinni, þó það veittist honum erfitt vegna þykku skinnúlpunnar, sem hann var klæddur í. Meðan hann miðaði, fann hann allt í einu snjóinn láta undan fótum sér. Hann spyrnti við til að fá öruggari fótfestu, en á næsta augnabliki missti hann fótanna og rann af stað niður klettana með vaxandi hraða. Hann gerði sitt ítrasta til að stöðva sig, en árangurslaust. Hann missti takið á riffl- inum og hann féll niður í urðina fyrir neð- an. Skotið reið af og úlfarnir styggðust og hlupu upp, þegar skothvellurinn bergmál- aði í klettunum. Á síðasta augnabliki hafði Niila tekizt að ná taki á lítilli birkihríslu, sem óx út úr klettunum og í hana hélt hann nú dauða- haldi. Hin fyrirferðarmikla úlpa hans gerði honum erfitt um hreyfingar, en þó reyndi hann að snúa sér við, þannig að hann sneri andlitinu að klettinum. Honum fannst sem hendurnar væru að rifna frá búknum og hann reyndi að grafa sér fótfestu inn í klettinn. Með lausu hendinni leitaði hann fyrir sér eftir öruggri handfestu. Langt fyr- ir neðan hann hópuðust úlfarnir saman og nösuðu upp í áttina til mannsins, sem hékk þarna utan í klettaskriðunum. Uppi á klettinum stóð Jóhann skjálfandi úr kulda og hræðslu og horfði ráðalaus á hættuna, sem frændi hans var kominn í. „Hjálpaðu mér Jóhann,“ hvæsti Niila milli samanbitinna tannanna. Hann þorði ekki að kalla upphátt vegna úlfanna. „Fljót- ur, ég er að detta. Réttu mér höndina." Hræðslulegur á svip hallaði Jóhann sér fram á brúnina. Hann krækti öðrum fæt- inum í sleðagrindina og rétti út höndina. Niila greip hana og reyndi að lyfta sér upp, en fætur hans fundu ekkert viðnám og hann færðist ekki úr stað. „Þú dregur mig með þér niður,“ aðvaraði Jóhann hann. Hann var hræddur og skyndi- lega rann upp ljós fyrir honum, hversu hræðilegur atburður var lrér á seyði. Bölvun töframannsins hafði orðið að áhrínsorðum. Hann sá fyrir hugskoti sér náföla ásjónu Nuvte Juffe, þegar hann var að lýsa bölv- uninni yfir Niila, og hér fyrir augum hans var spádómurinn að rætast. Hinn mikli Tirmes, guð þrumunnar og eldingarinnar, krafðist fórnar sinnar hér á Fórnarklettin- um eins og töframaðurinn hafði sagt fyrir. „Slepptu, slepptu!" öskraði hann. Hann reyndi að losa hendi sína úr heljartaki Niila, og er það tókst ekki, losaði liann vettl- inginn af hendi sér og skreið burt af brún- inni. Niila álasaði honum ekki. Hann var allt of upptekinn við að berjast við að halda taki sínu á hríslunni til að taka eftir því, að Jóhann settist á sleðann og hvarf inn á milli trjánna. Fyrir neðan klettinn héldu úlfarnir hvíldarlaust áfram biðinni. Þeir ýlfruðu óþolinmóðlega og fitjuðu upp á trýnið hver framan í annan. Allar skepnur eru forvitnar, og úlfarnir skildu hvorki upp né niður í þessari einkennilegu hegðun manns- ins. Fullur hræðslu og örvæntingar gerði Niila síðustu tilraunirnar til að bjarga lífi sínu. Hann beitti síðustu kröftum sínum til að þrýsta sér þétt upp að klettinum, og liendur hans klemmdust svo fast utan um granna hrísluna, að viðurinn skarst inn í holdið. Smátt og smátt fann hann útlimi sína dofna upp og verða tilfinningalausa og nístandi frostið var smátt og smátt að losa um kampakennt tak hans á hríslunni, sem hafði forðað honum frá því að steypast niður í hyldýpið. Hann rann hægt, hræði- lega hægt, niður eftir snarbröttum klettin- um, og það lá við, að hann óskaði þess að SKÁTABLAÐIÐ 27

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.