Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 25

Skátablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 25
Hittumst öll í Botnsdal í sumar || £T jan ið ilmar, áin niðar, loftið óm- ar af fuglasöng, hlýr andvari strýkur vangann. Hvert sem lit- r:\ið er blasir við fegurð náttúr- unnar. Eins og hátign umhverfisins rísa Botnssúlur mót himni. Þetta er fátækleg lýsing á Botnsdal í Hvalfirði. Skátafélag Akraness gengst fyrir skátanróti öðru sinni á þessum fagra stað. Mótið er fyrir skáta, drengi og stúlkur á Suð-Vesturlandi og verður haldið dagana 29. júní til 3. júlí. Búizt er við almennri þátttöku skáta á þessu svæði og jafnvel víðar að. Síðast þegar skátamót var haldið í Botnsdal konru þangað 500 skátar. Fáir staðir á Suð-Vesturlandi hafa jafn mikið að bjóða til útilífs og einmitt Botns- dalur. Þar eru tignarleg fjöll, sem vert er að fást við og verða skipulagðar göngu- ferðir á nokkur þeirra. Ber þar fyrst að nefna Botnssúlur, senr bjóða óvenjulegt út- sýni í björtu veðri, einnig Hvalfell, Þyril o. fl. Þar í grennd er líka einn hæsti foss landsins, Glymur, senr fellur fram í sér- kennilegu gljúfri, og dýpsta vatn landsins, Hvalvatn. Þá verður ferð í hvalveiðistöð- ina í Hvalfirði, sem margir munu hafa hug á að skoða. Umhverfið er einkar hentugt til útistarfs skáta. Þar er skógarkjarr víða og verður tjaldbúðin á grasbölum í skógarrjóðrum. Dagskrá mótsins og upplýsingar hafa ver- ið send skátafélögunum á þessu svæði, en þó er rétt að minna á, að þarna fara fram keppnir í ýmsum greinum skátastarfsins svo sem í hraðtjöldun, flaggastafrófi o. fl. Þá verða ýmsar hópsýningar úr skátastörfun- um, einnig stór næturleikur, varðeldur á hverju kvöldi og skátaguðsþjónusta á sunnudeginum. Mótsstjóri verður Páll Gíslason varaskáta- höfðingi, en hann var, eins og kunnugt er, mótsstjóri á landsmótinu 1948 og Baden- Powell mótinu í Botnsdal. Frétzt hefur um mikinn áhuga fyrir mótinu og má ætla að })að verði fjölsótt. Vel heppnuð skátamót eru lyftistöng fyr- ir skátastarfið. Þar hittast skátar víðsvegar að og kynnast störfum hvers annars, skipt- ast á upplýsingum og notfæra sér síðan það nýja, sem þeir kunna að sjá og heyra, heima í skátafélagi sínu. —• Látum þetta skáta- mót auka bróðurhug okkar, efla skáta- hreyfinguna í landinu og gera veg hennar sem beztan. SKÁTAFRÍMERKI Stjórn B.I.S. hefur náð samkomulagi við póst- málastjórnina um útgáfu skátafrímerkis í tilefni 50 ára afmælis skátahreyfingarinnar á Islandi. Hugmyndin er að þetta verði tvö verðgildi en sama mynd á báðum merkjunum. Merkin verða í tveimur litum. B.Í.S. hefur mikinn hug á að fá sem allra flestar liugmyndir um gerð merkjanna þannig að tryggt verði að þau .verði í senn smekkleg og falleg. Skátablaðinu er kunnugt um að marg- ir af lesendum þess eru áhugamenn um frí- merkjasöfnun og gætu því lagt eitthvað til mál- anna. Viljum við því skora á sem flesta að senda tillögur til B.Í.S. SKÁTASVEIT FATLAÐRA OG LAMAÐRA hafði kaffisölu i Skátaheimilinu í Reykjavík sunnudaginn 1. maí. Kaffisalan gekk vel og þátttakan í „kökugjöfunum" var með eindæm- um, svo aldrei hafa jafn margar kökur sézt á „einu bretti". Eiga skátamömmur og aðrir vinir margfaldar þakkir skildar fyrir að bregðast svona vel við beiðni sveitarinnar um að gefa kökur. Sýnir þetta bezt, hve áhuginn er mikill fyrir þessu málefni. I stjórn sveitarinnar eru: Sveinbjörn Finnsson f. h. Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Guð- mundur Ástráðsson f. h. skátafélags Reykjavík- ur og Hrefna Tynes f. h. Kvenskátafélags Reykja- víkur. Sveitaforingjar eru: Kristín Tómasdóttir og Halldór Magnússon. SKATABLAÐIÐ 39

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.