Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 17

Skátablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 17
SJkátasveit fatlaSra lamaSra <l). ÝLEGA heíur verið stoínuð í Reykjavík, skátasveit fyrir fötluð börn. Það eru 3 félög, sem að þessu starfi standa, en það eru: Kvenskátafélag Reykjavíkur, Skátafélag Reykjavíkur og styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Er þetta fyrsta skátasveitin á þessu sviði, sem stofnuð er hér á landi. Erlendis er svona starf mjög algengt og hefur gefið góða raun, enda af öllum að- ilum talið mjög nauðsynlegt. Skátastarf fyr- ir börn, sem að einhverju leyti hafa ekki fulla hreysti, verður auðvitað frábrugðið vanalegu skátastarfi að verulegu leyti, að minnsta kosti hvað útilegum og ferðalögum viðvíkur, þó sjálfsagt sé, að þau taki þátt í því að svo miklu leyti, sem því verður við komið. Aftur á móti verður að leggja sérstaklega mikla áherzlu á að byggja upp góðan félagsanda og notfæra sér vel söng, leiki, föndur og annað, sem ekki krefst mikillar hreyfingar. Það er auðvitað undir foringjanum komið, hve fundvís hann er á verkefni, sem ekki reynast skátunum ofviða. Það verður því að vanda vel til foringja- vals handa þessum börnum, og þeir þurfa ekki einungis að kunna margt fyrir sér til þess að geta kennt og leiðbeint, lieldur þurfa þeir einnig að vera mjög vakandi fyrir því, að þessi börn þurfa mikla nær- gætni og ástúð, sem þó má ekki auðsýna þeim á áberandi hátt, því það gæti aukið vanmáttarkennd þeirra. Aðalatriðið fyrir þessi börn er að geta verið hlutgengur þátt- takandi í skátaleiknum, og vera einn vinur- inn í vinahópnum. Skátastarfið hefur svo margar hliðar, að þar getur hver og einn fundið verkefni við sitt hæfi. Einn finnur sig mest heima uppi á fjöllum, annar í fundarherberginu, sá þriðji á leiksviðinu, einn í föndrinu, og aftur annar í söngnum eða sögunum, en það, sem tengir alla þessa ólíku hópa sam- an og gerir þá að einni heild, eru skátalög- in og sá félagsandi, sem þau skapa. lilindir skátar starfa viöa um heim. í sumar fara ein eða tvær stúlkur til Dan- merkur til þess að vera þar á móti Nor- rænna skátaforingja fyrir „Elandicapped". Þetta orð er notað yfirleitt hjá erlendum skátum yfir þá skáta, sem eru annaðhvort fatlaðir, blindir, daufdumbir eða vangefnir andlega. En skátastarf er hægt að reka með- al allra þessara aðila, og er mjög algengt í öðrum löndum. Samtímis og þetta foringjamót verður í Danmörku, verður mót fyrir danska „Handicapped“, þar verða einnig heimsótt- ar stofnanir, þar sem hægt er að sjá, hvernig skátastarf fer fram á slíkum stöðum. Það væri mjög æskilegt, að Islenzkir skátar gætu lagt fram sinn skerf til þess að létta þeim SKÁTABLAÐIÐ 31

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.