Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 20

Skátablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 20
við skyldu við Guð, „ég hefi ekki trú á kirkjugöngum og er viss um að sögur þær sem ég les fyrir drengina, eru betri en það, sem presturinn segir.“ Ja — þá þurfið þið ekki að vænta þess að fá viðurkenningu fyrir því að hafa lok- ið I. hluta S’kógar-merkisins. Lesarinn mun ekki leiðrétta stafa- eða málfræðivillur, jafnvel þó hann væri fær um það. Skátar utan Stóra-Bretlands geta skrifað á hvaða máli sem er, það er mitt hlutverk að finna Lesara sem ráða við það. Hluta I er hægt að taka hvenær sem er. Þið getið byrjað nú þegar, þ.e.a.s. ef þið hafið að baki 6 mánaða starf með hóp eða sveit, foringi ykkar samþykkir og ykkur há- ir ekki dáðleysi eða skortur á burðargjaldi. Þá komum við að því verklega, hluta II. Þar kemur tímaleysið til greina. í flestum Hvað margir hlutir eru á þessari myndl löndum eru skátaforingjar í átta daga, rekkaforingjar í sjö daga og ylfingaforingj- ar í sex daga. Enn fremur eru í nokkrum löndum notaðar tilsvarandi margar helgar. Það þýðir ekkert að skrifa mér og segja: „ég hef ekki tekið mér sumarfrí síðastliðin tíu ár, ég vinn frá kl. átta á morgnana, til níu á kvöldin. Viltu vera svo vænn að finna fyrir mig heppilegan tima til þess að taka Skógar-merkið.“ Satt að segja veit ég ekki hvern veg ég ætti að leysa þetta, annars er þessi vinnu- tími ekkert einsdæmi og er þó nokkuð styttri en minn. Samt sem áður, ef tíma- leysið er vandamál, get ég bent á ýmislegt. Viðvíkjandi því að sveitin þurfi að komast í sumar-tjaldbúðir, jú — það er alveg rétt — en ert þú sá eini, sem getur stjórnað þeim, — átt þú enga félaga? Endur fyrir löngu, þegar ég sótti Gilwell- námskeið, hafði ég ekki það langt sumar- leyfi að ég gæti einnig farið með sveitina, en vinur minn einn fór fyrir mig, og næsta ár fór ég fyrir hann, á meðan hann dvaldi á Gilwell. Væri ekki einnig hugsanlegt að reyna á þolrifin í flokka-kerfinu og láta flokksforingjana sjá um búðirnar? Það er alltaf hægt að finna einhverjar leiðir, bara ef viljinn er fyrir hendi. Ein af ástæðunum fyrir því, að félagsfor- ingjar ættu að taka Skógar-merkið, er sú, að líkur eru fyrir því að sumar-tjaldbúðir, sem þeir sæju um á eftir, yrðu betri. Þá heyrir maður alloft þessar spurningar: „Er námskeiðið mjög erfitt?“ „Er þetta ekki hálfgert fangabúðarlíf, — lítill matur og svefnleysi?“ „Er þetta ekki mikil líkams- áreynsla?" Jæja — svarið er: elzti maðurinn, sem sótt liefur námskeið hjá okkur, var 73 ára, og eru nú nokkur ár liðin síðan og er sá í starfi ennþá. Annan höfðum við nýlega 65 ára og eldri konu man ég eftir, sem áreið- 34 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.