Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1910, Blaðsíða 1

Sameiningin - 01.09.1910, Blaðsíða 1
^ammmnin 4 Mánaðarrit til etuðninr/s kirkju og kristindómi íslendinga. gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi Isl. % Vestrheimi RITSTJÓRI JÓN BJAIiNÁSON. XXV. árg. WINNIPEG, SEPTEMBER 1910. Nr, 7. Avextirnir. Erindi þaS, sem Wm. Bryan, hinn alkunni stjórnmálamaðr Banda- ríkja, flutti á heiðingjatrúboðs-þinginu í Edinborg á Skotlandi 17. Júní síSastliSinn. Meir en svo, að því verði með orðum lýst, met eg hlunnindi þau að mega taha þátt í ráðstefnu þessarri hinni mildu — stœrsta trúmála-þingi í sögu kristinnar kirkju. Þing þetta sókta eg fyrir þá sök, að eg liefi sjálfr komið á mörg þau svæði í Asíu og Afríku, þar sem kristniboð er rekið, en við það glœddist stórum hjá mér áhugi á kristniboðsstarfi. Síðan eg var fjórtán ára hafði eg heyrt kirkjunni til 0g haft áhuga á verki því, sem kirkjan vinnr að; því samfara iagði eg fé til lieiðingja-trúhoðs einsog ann- arra kristilegra framlivæmda, og margan fyrirlestr heyrði eg til kristniboða um það, sem verið var að gjöra á starfssvæði þeirra útí lieiðingjalöndunum. Þá er eg afréð að ferðast kringum hnöttinn, setti eg méi' það fyrir að heimsœkja kristniboðsstöð eina í þeim tilgangi að kynnast umheimi trúboðanna þar og ýmsum þáttum starfs þeirra; en ástœður mínar urðu svo, að mér veitt- ist tœkifœri til miklu víðtœkari rannsókna í þeim efnum en í fyrstu var við búizt. Út af reynslu minni og því, er eg persónulega hefi veitt eftirtekt, á eg þess nú kost að svara mótbárum þeim, sem eg hefi heyrt komið með gegn kristniboðinu í heiðingjalöndunum, og væri ef til vill ekki úr vegi að íhuga sumar þeirra.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.