Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1910, Síða 6

Sameiningin - 01.09.1910, Síða 6
ig8 ábyrgð þá, sem það liefir í för með sér, eykst velfarn- an og sæla manna áreiðanlega. Þeir, sem njóta bless- unar þeirrar, sem samfara er kristinni menning, verða því — bæði til að sýna þakklæti sitt og fyrir þá sök að þeim er það beinlínis boðið — að styðja að því, að biblían verði þeim kunn, sem ekki þekkja hana. Sá sannleikr, að eðli trésins ráði ávöxtum þess, sem er eitt megin-atriði í náttúrufrœðinni, gengr í gegnum biblíuna. 1 síðustu bók hennar, seinasta kapítulanum þar, er oss frá því sagt, að tré lífsins beri tólffaldan ávöxt,*) á sínum mánuði hvern ávöxt. Yersið endar á yfirlýsing, er bendi,r til kristniboðsstarfsins, þar sem svo segir, að blöðin á trénu sé ‘þjóðunum td lækningar’. Eigi kristnin að vera heiminum tré lífsins, þá verðr tré það að bera ávöxt; eigi sá eða sá maðr með kristnu nafni, svo að nokkur mynd sé á, að geta látið það tré birtast í sjálfum sér, þá verðr hann ekki aðeins að bera ávöxt, heldr og þann ávöxt, sem sýnt fær öllum, að hann er einn þeirra, er lýst er með þessum orðum: „Þér* eruð greinarnar." Ávextir andans eru svo margir, að öfðugt er að velja úr þeim nokkra og lýsa þeim svo sem á þeim ríði meir en öllum öðrum; en eg dirfist þó að taka fram tólf atriði, sem teljast mega undirstöðu-atriði — tólf sann- indi, sem ofin verða að vera inn í kristið trúarlíf hvers þess manns, sem ekki skal talinn ‘iðjulaus né ávaxtar- laus’. Bœta má takmarkalaust við sannindi þessi, en að láta þau verða færri en þetta er engin hœgðarleikr, þar sem Kristr sjálfr hefir lagt áherzlu á hvert eitt ein- asta þeirra. Fyrst — trú á guð, skaparann, verndarann og föð- ur vorn. Tilveru guðs þarf ekki að sanna; að guð er til liggr í augum uppi. í upphafi var guð — út yfir það er oss ekki unnt að komast. Einhversstaðar verðum vér að byrja; á einhverju verðum vér að byrja, og kristinn *) eða tólf ávexti, þ. e.: tólf tegundir ávaxta.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.