Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1910, Qupperneq 8

Sameiningin - 01.09.1910, Qupperneq 8
200 mannlegt líf verðr fyrir; og verði breyting á því sam- bandi, þá stafar af því veruleg umbylting í lífi mannsins. Maðrinn þarfnast styrks þess hið innra, sem samfara er meðvitundinni um návist alskyggns guðs; bann þarfnast styrks þess hið innra, sem honum veitist við það, er hann finnr til siðferðilegrar ábyrgðar andspænis skapara sínum — ábyrgðar á sérhverri hugsan sinni, sérhverju orði og verki. Og þar sem þeim, er þessa styrks njóta, verðr það stundum á að falla fyrir freist- ingum þeim, er fyrir1 þeim verða, hve lijálparlaust og vonlaust hlýtr ])á ástand þeirra að vera, sem engu öðru treysta en eigin mætti sínum! Þar næst er — í öðru lagi — trú á Krist, soninn og frelsarann, hann, sem er „vegrinn, sannleikrinn og lífið.“ Gruðdómr Krists er meginþáttr kristinnar trúar; þeim þætti verðr ekki slept. Eigi Kristr að vera manni frelsari, eða þótt aðeins væri fullgild fyrirmynd, þá verðr hann fyrst að vera sonr. Því til sönnunar að hann í raun og veru sé sonr guðs, einsog hann sjálfr vitnar að hann sé, þarf ekki að bera fyrir sig fœðing hans eða kraftaverk hans, né jafnvel upprisu hans. Til staðfestingar frásögn ritningarinnar um fœðing hans, kraftaverk lians og upprisu þarf ekki annað en sýna, hvað hann sagði, hvað hann gjörði, og hvað hann var; það er eina eðlilega rökleiðslu-aðferðin í því máli. Ef menn aðeins skilja hann, þá virðist mönnum ekkert ómögulegt. Líf hans hér á jörðu er söguleg staðreynd — það í sögu mannkynsins, sem meira er en allt annað. Að sá, er aðeins var maðr, hafi sagt það, sem hann sagði, gjört það, sem hann gjörði, lifað og dáið einsog hann lifði og dó — það er óskiljanlegt. Hann ólst upp á verkstœði timbrmanns, án þess að eiga nokkur skifti við spekinga annarra landa og án þess að kynnast neitt vitringum þeim, sem dánir voru, að því undan teknu, sem hann lærði í gamla testamentinu; allt um það kunngjörði hann, er hann var þrítugr að aldri, að hann væri Messí- as, safnaði um sig fáeinum lærisveinum, flutti mönnum siðalærdóm þann, sem skaraði fram xir öllu, er nokkurn

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.