Sameiningin - 01.09.1910, Síða 16
208
mannlegs liyggjuvits muni vænlegri til að varpa myrkri
en ]jósi yfir guðs opinberaða orð, og að sá sé bezt að
sér í kristindómi, sem hefir lært við fœtr Jesú og í bá-
skóla fiskimannanna.
Og að ending trúi eg því, að Kristr hafi lagt þá
skyldu á lierðar öllum lærisveinum sínum, að vera ötulir
og starfsamir í öllum góðverkum; að sá, sem forðast
það eitt, er honum finnst syndsamlegt, hafi ekki nema
að nokkru leyti, og það að örlitlu levti, gjört skyldu
sína ; að hann sé skyldr að gjöra gott og koma góðu til
leiðar, að elska náunga sinn, gefa óvin sínum mat og
drvkk, og af fremsta megni stuðla að vexti og viðgangi
friðar, sannleika, guðrœkni og sælu í spilltum og bág-
stöddum heimi, í þeirri trú, að á deginum mikla, sem
koma skal, muni verðmæti mannsins ekki vegið á aðra
vog, manngildi hans ekki mælt á annan mælikvarða en
þann, sem þegar liefir verið leiddr í gildi: „Af ávöxtum
þeirra skuluð þér þekkja þá.“
Jóhannesar guðspjall.
Eftir séra Hjört J. Leó.
III.
Þó fátt eitt hafi verið tínt til af vitnisburðum kirkju-
feðranna um fjórða guðspjallið, fœrðum í letr um lok
annarrar aldar, hygg eg, að nóg hafi verið til fœrt til
að sanna, að það var viðrkennt í kirkjunni rétt eftir
380 e. K. Er þá hœgt að sýna, að guðspjallið hafi verið
búið að öðlast viðrkenningu liins kristna heims nokkr-
um árum fyrr.
Ireneus biskup, einn af kirkjufeðrunum, átti heima
mikinn hluta æfi sinnar í Lyons á Frakklandi. Bœkr
sínar reit hann að líkindum frá 170—189 e. K.*)
1 bréfi sínu til Florin’s, eins úr Gnostíka-flokknum,
*) G. W. Gilmore heldr því fram, að Ireneus hafi ritaíS frá
174—189 e. K. Atnericm Bncyclopedia (1X> 362) segir íreneus
fœddan um 135, (í Smyrna í Litlu-Asíu) og dáinn í Lyons um 202
e. K. ASal-rit hans, Adv. Haereses, var ritaS um 181 e. K.