Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1910, Síða 17

Sameiningin - 01.09.1910, Síða 17
209 minnir Irenens hann á það, að þeir báðir ha.fi verið lærisveinar Polykarps (sem var lærisveinn Jóhannesar postula og dó píslarvættisdauða árið 168 eða 169 e. Kr.). Eftir því, sem Híeronymus kirkjufaðir (340-420) skýrir frá, lærði íreneus einnig hjá Papías (d. 163 e. K.). Eitverk Ireneusar (Adv. Haer.) er fimm bœkr alls. Meiri hluti fyrstu bókar er til á frummálinu (grísku), því Epífaníus (310-402) og Hippolytus, lærisveinn íren- eusar (ritaði um 220 e. K.), hafa varðveitt þann hluta frá eyðingu. En allt ritið (Adv. Haer.) er til í latínskri þýðingu mjög gamalli, að líkindmn frá tíð liöfundarins. Tisehendorf, biblíufrœðingrinn þýzki (1815-1874), segir, að Ireneus tilfœri setningar eða málsgreinar úr fjórða guðspjallinu áttatíu sinnum, og mun það nærri sanni. Eg liefi lauslega lesið íitverk Ireneusar í enskri þýðingu, í þeim sérstaka tilgangi að grennslast eftir, hve oft iiann tilfœrir orð úr fjórða guðspjallinu. Telst mér, að það muni vera sem næst hundrað sinnum; en sumt er svo óskýrt fram sett og svo fá orð tilfodrð í einu, að vafi getr leikið á því, hvort orðatiltœkin eru tekin beint xir fjórða guðspjallinu eða þau hafa flutzt munn- lega frá manni til manns. En um iang-flest þeirra er ekld að efa, að þau eru beinlínis til fœrð úr guðspjallinu. Eg læt hér fylgja fáein þeirra í íslenzkri þýðingu, svo hver geti dœmt fyrir sjálfan sig. 1) „Jóhannes, lærisveinn drottins........kveðr svo að orði: í upphafi var Orðið og Orðið var hjá guði og Orðið var guð. Það var í upphafi hjá guði “ (Jóh. 1, 1. 2). 2) „Svo segir ritningin: Himininn er fyrir orð drottins gjörðr, og fvrir anda lians munns allr himinsins her, og einnig allir lúutir eru fvrir hann gjörðir og án hans varð ekkert til “ (Sáim. 33, 6 og Jóh. 1, 3). Hér sýnist Ireneus leggja Sálmana og fjórða guð- spjallið að jöfnu; þó voru þeir vitanlega álitnir inn- blásið orð drottins á tíð Ireneusar og löngu áðr. ij Adv. Haer. I:, 8. kap., 5. málsgr. 2) Adv. Haer I„ 22, 1.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.