Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1910, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.09.1910, Blaðsíða 19
21X 12) „Um þessa hluti vitnar Jóhannes, lærisveinn drottins, er hann kemst svo að orði í guðspjallinu: 1 upphafi var Orðið, og Orðið var hjá guði og Orðið var guð. Það var í upphafi hjá guði. Allir hlutir eru af honum gjörðir, og án hans er ekkert til. Og svo segir hann (postulinn) um Orðið sjálft: Hann var í heimin- um, og heimrinn var af honum gjörðr, og lieimrinn þekkti hann ekki. Hann kom til sinna, en hans eigin meðtóku hann ekki. En samt gaf hann hverjum, sem meðtólcu hann, mátt til að verða synir guðs, þeim sem trúa á hans nafn......... Og Orðið varð hold og bjó með í'ss,......og vér sáum hans dýrð, dýrð sem hins ein- getna föðursins, fulls náðar og sannleika“ (Jóh. 1, 1-3; 1, 10-12; 1, 14). Nú hygg eg sannað, að íreneus hafi þekkt fjórða guðspjallið og viðrkennt gildi þess. Hann vitnar í það í öllum bókum þessa mikla ritverks síns. Nú er ritið (Adv. Ilaer.)um 700 hlaðsíður í ‘Sameiningar’-hroti og með álíka letri. Mörg ár hafa eflaust þurft til að rita slíka hók með þeim tœkjum, sem þá voru fyrir hendi. Og þó ritaði Ireneus langtum meira um guðfrœðileg efni. Hafi Ireneus tekið að rita bók sína um 174 e. K., einsog Gilmore álítr og líldegt er, hefir hann áðr verið búinn að afla sér sannfœringar um þau efni, er liann ritar um, og byggir þá sannfœringu að miklu leyti á fjórða guðspjallinu. Sú sannfœring hans þroskast við fœtr Polykarps, lærisveins Jóhannesar postula. Hvort sem álitið er, að Polykarp hafi þekkt fjórða guðspjallið eða ekld (um það skal síðar rœtt), þá virðist auðsætt, að íreneus hefði fyrir langa og nána viðkynningu við Jóhannes postula átt að sjá það manna hezt, hvort inni- liald fjórða guðspjallsins var svo að anda og efni, að það væri eftir Jóhannes postula. Það að Ireneus gengr að því sem sjálfsögðu er mér meiri sönnun fyrir gildi guðspjallsins en nokkrar tilgátur samtíðar vorrar, hversu lærðir sem þeir lcunna að vera, er hlut eiga að máli. 12) Adv. Haer. V., 18, 2.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.