Sameiningin - 01.09.1910, Side 21
213
Ágústana-synódan sœnska, sem er ein af megin-deildum General
Councils, var stofnuð áriS 1860. Fimmtíu ára afmæli sitt hélt þ!ví
kirkjufélag þaS hátíðlegt nú í sumar á ársþingi sínu í Rock Island,
111., nálega á sama tíma sem júbílþingiS á aldarfjórSungsafmæli
íslenzka kirkjufélagsins stóS yfir hér í Winnipeg.
Biskupsvígsla séra Valdemars Briem fór ekki, einsog upphaflega
var til ætlazt, fram í Skálholti, heldr í Reykjavík. Breytingin
stafaSi af þjví1, aS um þaS leyti er athöfn sú átti aS fara fram—28.
Ágúst J14. sunnudag eftir trínitatisj — gat Þórhallr biskup Bjarn-
arson sökum sjúkdóms konu sinnar ekki fariS burt aS heiman.
Vígsludeginum var ekki breytt.
Sunnudaginn 11. Sept. andaSist PÁLMI HJÁLMARSSON eftir
uppskurS á spítala í Grand Forks, N.-Dak., og hné iþar til moldar
sann-nefndr heiSrsmaSr, sem vér allir, er lengi höfSum kynnzt hon-
um, bárum djúpa lotning fyrir, og söknum vér hans því látins.
Hann var einn af landnámsmönnunum upphaflegu í Nýja Is-
landi, en fluttist þaSan aS þrem árum liSnum suSr til Dakota og
varS þar landnemi í annaS sinn — í íslendinga-byggSinni í Pem-
bina-héraSi; settist aS í nánd viS Hallson, og hefir nálega stöSugt
búiS þar síSan.
Pálmi heitinn var fœddr aS Ásum í Húnaþingi á íslandi 17. Marz
1839, var íþví á 72. aldrsári, er hann lézt. Foreldrar hans voru
bjónin Hjálmar Loftsson og Björg Pálmadóttir. En síSari kona
Hjálmars hét Helga Jónsdóttir. Hjá föSur sínum og stjúpmóSur
ólst Pálmi upp á ÆsustöSum í Langadal. ÁriS 1865 kvæntist hann
Helgu Jónsdóttur, dóttur stjúpmóSur sinnar úr fyrsta hjónabandi
hennar fhún var þrígiftj. Þau eignuSust fimm börn, fjóra drengi
og eina stúlku. Pétr Pálmason í Pine Valley, Man., er elztr þeirra
barna; þar næst var Helga Björg, kona Jakobs Líndals,—þau hjón
bæSi eru dáin; þriSja barniS, Hjálmar aS nafni, dó sjö ára fyrsta
vetrinn í Nýja íslandi; hiS fjórSa er Jón Þorsteinn Pálmason, sem
heima á í Ballard, Wash.; hiS fimmta dó nýfœtt. MóSir barna
þessarra, fyrri kona Pálma, dó í Nýja íslandi 1876, vetrinn eftir aS
þau komu hingaS vestr. Þar kvæntist hann annaS sinn—Elínu
Schram fsem enn er á lífij, stjúpdóttur Jóhanns P. Hallssonar, og
fluttist svo meS því fólki suSr til Dakota. Tvær dœtr eignaSist
Pálmi heitinn i síSara hjónabandi; önnur þeirra dó ung; hin er
einnig látin, Jóhanna, fyrri kona Stefáns Kristjánssonar í Winni-
peg. — Pálmi heitinn Hjálmarsson bjó lengst á íslandi í Þverár-
dal, og þaSan kom hann til Vestrheims.
Hann var trúrœkinn maSr, meS miklum áhuga fvrir kirkju-
málum og kristindómi, enda sat hann öSru hvoru á kirkjuþingum
vorum. Vel upplýstr, spakvitr, kjarnvrtr og hnittinn, og þvi mjög
skemmtilegr í viSrœSum; meS heitum tilfinningum, en kunni til