Sameiningin - 01.09.1910, Blaðsíða 24
2IÖ
LáSzt hefir aS geta um fráfall HólmfríSar Hansdóttur Jónsson,
sem andaöist aíS heimili bró'öur síns, Snæbjarnar Hanssonar, 23.
Marz þ. á. Hún yar 84 ára, er hún lézt. Ólst upp aS Hamrendum
í Dalasýslu. Giftist 10. Júlí 1856 Vigfúsi Jónssyni, og bjó meö
honum tólf ár. Eignuöust þau fjögur börn, sem öll dóu ung.
Hólmfríör heitin bjó búi sínu áfram sem ekkja þartil 1889, .er hún
fluttist til Vestrheims, og átti einlægt síöan heima í Garöar-byggö.
—Hólmfríðr var mesta sómakona. Elskuö og virt af öllum, sem
hana þekktu. Þ.rátt fyrir raunir þær, er hún rataði í, varöveitti
hún hið frábæra glaðlyndi sitt allt til dauða. Enda var undirstaða
bjartsýni hennar örugg trú á guð, því hún var mjög vel kristin
kona. I stað barnanna, sem hún missti, tók hún að sér munaðar-
leysingja og reyndist þeim sönn móðir. Hennar mun lengi verða
minnzt með kærleika. K. K. Ó.
Lexíur fyrir sd.skólann á fjórða ársfjórðungi I910:
I. Sd. 2. Okt. J19 e. trín.J: Matt. 25, 1-13 JHyggnu og fávisu
meyjarnarj.
II. Sd. 9. Okt. (20. e. trín.J: Matt. 25, 14-30 (Dœmisagan um
talenturnarj.
III. Sd. 16. Okt. (21. e. trín.J : Matt. 25, 31-46 JSíðasti dómrj.
IV Sd. 23. Okt. 22. e. trín.J: Yfirlit.
V. Sd. 30. Okt. J23. e. trín.J: Matt. 26, 1-16 ('Smurning JesúJ.
VI. Sd. 6. Nóv. (24. e. trín.J: Matt. 26, 17-31 Jlnnsetning kvöld-
máltíðar-sakramentisins J.
VII. Sd. 13. Nóv. L25. e. trín.J: Matt. 24, 32-51 fAllsherjar
bindindismál J.
VIII. Sd. 20. Nóv. (26. e. trín.J: Matt. 26, 36-56 fjesús í
GetsemaneJ.
IX. Sd. 27. Nóv. (1. í aðv.J : Matt. 26, 57-68 fjesús fyrir dómi
œðsta prestsinsj.
B EN FI Ú K .
Þriðja bók. (Framhald )
Ben Húr sá nú afleiðingar tiltœkis síns skýrar en áðr.
En ekki brá honum þó neitt.
,,Á þriggja ára þrældómstíð minni varst þú, herra
tríbún! sá, sem fyrstr allra leit mildum augum til mín. Nei,
nei! Annar var áðr.“ Rómr hans lækkaði nú; honum
vöknaði um augu. Hann sá nú skýrt, eins og sá atburðr
væri aftr að gjörast, andlit sveinsins, sem gaf honum að
drekka úr brunninum í Nazaret. „Þú varst þó að minnsta