Sameiningin - 01.09.1910, Qupperneq 25
2X7
kosti“ — sagði hann — „sá fyrsti, sem spurSi mig, hver eg
væri. Og þó aö eg, er eg rétti út höndina og náöi þér,
sjónlausum, er þú varst aö sökkva í síöasta sinn, hugsaði
líka um þá hjálp, sem þú á margan hátt myndir geta veitt
mér í eymd minni, þá var það þó ekki af minni hálfu tóm
eigingirni. Eg bið þig að trúa því. Enn fremr er þess aö
gæta, aö eftir því, sem eg fæ bezt séð tneö hjálp guðs, má
endimarki drauma minna því að eins verða náð, að eg
breyti rétt. Til þess að halda óflekkaðri samvizku vilda
eg heldr deyja með þér en vera banamaðr þinn. Mitt ráð
er fast ákveðið eins og þitt. Þ ótt þú, herra tríbún! byðir
mér alla Rómaborg og það væri á þínu valdi að fullnœgja
því boði, gæti eg ekki orðið þér að bana. Landar þínir
Cató og Brútus voru sem smábörn í samanburði við mann-
inn hebreska, sem batt Gyðinga við lögmál guðs.“
„En ef eg skipaði þér? Hefirðu"—
„Skipan þín yrði þyngri á metum, en ekki myndi hún
heldr þoka mér neitt í þessu. Eg hefi sagt, hvað mér býr
í brjósti."
Þeir þögnuðu nú báðir og biðu.
Ben Húr leit oft til skipsins, sem kom. Arríus lá kyrr
með augun aftr, eins og hann léti sig engu skifta, hvað nú
gjörðist.
„Ertu viss um, að það sé óvinaskip?"—spurði Ben
Húr.
„Eg hygg, að svo sé“—var svarið.
„Galeiðan nemr nú staðar og lætr út bát öðrum megin.“
„Sérðu flagg ?“
„Er ekkert annað merki, sem af megi ráða, hvort hún
er rómverskt skip?“
„Sé hún rómversk, þá hefir hún hjálm uppyfir siglu-
toppnum.“
„Lát þá gleðjast. Eg sé hjálminn."
Enn var Arríus þó ekki fullviss.
„Mennirnir í litla bátnum eru að taka upp þá, sem eru
á floti. Mannúðartilfinning er ekki til hjá sjóræningjum."
„Þá vantar ef til vill róðrarmenn" — svaraði Arríus,
og má vera, að hann þá hafi minnzt einhverra fyrri tíða, er
hann bjargaði mönnum frá drukknan í því skyni.
Ben Húr veitti öllum hreyfingum hinna ókunnu
manna vandlega eftirtekt.
„Skipið fœrist nú burt“ — sagði hann.
„Hvert þá?“
„Hœgra megin við okkr spölkorn burtu er galeiða, sem
/|\ eg hygg mannlausa. Þangað heldr hitt skipið. Og nú er