Sameiningin - 01.09.1910, Blaðsíða 29
221
far með skipinu. Var hann virSulegr aS álitum, lét lítiö
á sér bera, var fálátr, föSurlegr. Ben Húr áræddi ai5
leggja nokkrar spurnirtgar fyrir hann, og leysti maðrinn
svo úr íþeim, spurningum, a‘8 hinn fékk tiltrú til hans, og
hófust svo útaf því all-langar samrœSur milli þeirra.
Þá vildi þaS svo til, aS um sama leyti sem galeiðan
frá Kípr hélt inn í flóann, sem Orontes-fljót fellr í, mœttu
henni tvö skip önnur, sem á8r haföi veriö komið auga á
útí hafi, og sigldu svo skipin undir eins inn í ána. Ólcunnu
skipin undu þá upp smá-veifur, sterklega ljósgular á lit.
Allskonar getur voru um þaö, hvað veifur þær merkti.
Loks sneri farþeginn einn sér a8 hinum virðulega Hebrea
og spurSi hann, hvort hann vissi, hvernig á þessu stœöi.
„Já, eg veit, hvað veifurnar tákna“—svaraði hann; —
„það eru ekki þjóöernis-merki, — þær eiga aðeins að sýna,
hver eigandi skipanna er.“
„Á sá maSr mörg skip?“
,Já.“
„Þekkir þú hann?“
„Eg hefi átt skifti við hann.“
Earþegar horfðu á þann, er þetta sag8i, og mátti af
augnaráSi þeirra skilja, að þeir vildu, a8 hann héldi áfram.
Ben Húr hlustaði á með áhuga.“
„Hann á heima í Antíokíu“ — hélt Hebreinn áfram
kyrrlátlega einsog honum var eölilegt. „Hann er stór-
auSugr, og hefir honum því verið veitt mikil eftirtekt,
og ekki er ætíS vel um hann talað. í Jerúsalem var fyrir
nokkru maðr einn tiginn af mjög gamalli ætt — Húrs ætt.“
Júda leitaðist viS að láta ekkert bera á geðshrœring
hjá sér, og sló þó hjarta hans nú fljótar en ella.
„HöfSingi sá var kaupmaSr, gœddr frábæru hugviti í
verzlunar-áttina. Hratt hann á staS mörgum fyrirtœkjum,
og náSu sum þeirra til Austrlanda, sum til Vestrlanda. í
stór-borgunum hafði hann nokkurskonar útibú. Útibúinu
í Antíokíu veitti forstöðu maSr sá, er Símonídes nefndist,
og var hann IsraelsmaSr, þótt nafniS, sem hann bar, væri
grískt. SögSu sumir, aS hann hefSi veriS heimilisþjónn.
Húsbóndi hans drukknaSi í sjóferS einni. Hinni víötœku
verzlan hans var þó haldiö áfram, og blómgaSist hún naum-
ast neitt síör en áör. Þá er fram liöu stundir, kom óhapp
nokkurt fvrir fjölskylduna. Einkason hins látna höföingja,
nálega fulltíöa maör, Ieitaöist viö aö lífláta Gratus land-
stjóra á stræti einu í Jerúsalem. Tilraun sú mistókst, þótt
litlu munaöi, og hefir ekkert heyrzt um hann eftir þaö.
Reiöi Rómverjans lenti á nákomnum vandamönnum hans
öllum. Sú varö reyndin. Enginn af því heimilisfólki var