Sameiningin - 01.09.1910, Side 30
222
® eftir skilinn á lífi. Höllin var innsigluö og er nú orðin ''
að hreiðrstöðvum fyrir dúfur. Eignin var gjörð upptcek;
allt, sem við eftirgrennslan sannaðist að hefði talizt til
eigna þeirra Húrs, var eins farið með. Landstjórinn
grœddi meiðsli sitt gull-smyrslum.“
•Farþegar hlógu.
„Þú átt við það, að hann hafi haldið eigninni“ —
sagði einn þeirra.
„Það er altalað“—svaraði hinn hebreski maðr. „Eg
segi aðeins söguna einsog mér var sögð hún. Og svo eg
komi með framhaldið, þá er það af Símonides að segja,
honum, sem verið hafði umboðsmaðr furstans hér í Antí-
okíu, að hann byrjaði brátt verzlan í nafni sjálfs sín og
varð á ótrúlega skömmum tíma lang-fremsti kaupmaðr í
þessum bœ. Að dœmi fyrrveranda herra síns sendi hann
úlfaldalestir til Indlands; og á sæ úti hefir hann nú svo
margar galeiður, að talizt geta konunglegr floti. Ekkert
mistekst fyrir honum, segja menn. Úlfaldar hans deyja
ekki af öðru en elli; skip hans farast aldrei; varpi hann
flís í ána, þá kemr hún aftr til hans og er þá orðin að
gulli.“
„Hve lengi hefir hann haldið áfram svona?“
„Skemr en tíu ár.“
„Hann hlýtr að hafa farið vel á stað.“
„Já, landstjórinn kvað aðeins hafa tekið það af eign-
um furstans, sem var við höndina—hesta, nautgripi, húss,
jarðir, skip og aðra muni. Peningarnir fundust ekki, og
hlýtr þó að hafa verið ógrvnni af þeim. Hvað af öllu því
fé hefir orðið er dulin ráðgáta."
„Ekki mér“—mælti farþegi einn og glotti.
„Eg skil, hvað þú átt við“—svaraði Hebreinn. „Það
befir fleirum dottið í hug. Það er almenn trú, að með
því fé hafi Símonídes komið undir sig fótum. Eandstjór-
inn er þeirrar ætlunar — eða hefir verið—, því á fimm
árum hefir hann tvisvar tekið kaupmann fastan og reynt
með pyndingum að neyða hann til að meðganga.“
Júda kreisti utan um kaðalinn, sem hann hélt í, af
heljarafli.
„Mælt er“ — hélt sögumaðr áfram—, ,.að ekki sé eitt
ólaskað bein í öllum hans líkama. Síðast, er eg sá hann,
sat hann í stól í því krypplings-ástandf, að ekki var sjón
að sjá, og hœgindum hlaðið að honum allt í kring.“
„Slík grimmdar-meðferð!“ — hrópuðu nokkrir af á-
heyrendunum í einu andartaki.
„Svo afmyndaðr hefði hann ekki getað orðið af sjúk-
dóms völdum. Þó brá honum ekki hót við pyndingar þess- ®
*