Sameiningin - 01.09.1910, Side 32
224
ANNAR KAPÍTULI.
Ben Húr leitar fyrir sér.
Þá er borgin kom í augsýn, voru farþegar uppá þilfari
og létu sér um þaS hugaö, aS ekkert af því, er þar blasti
við, fœri fram hjá þeim. Hinn virSulegi GySingr, sem
lesendr hafa þegar kynnzt, var hinn helzti þeirra, er töluSu.
„Áin rennr hér í vestr“—mælti hann einsog vildi hann
svara spurning, er hreyfSi sig almennt hjá ferSamönnunum.
„Eg man þá tíS, er hún rann fast upp viS borgarmúrana;
en eftir aS vér vorum orSnir rómverskir þegnar var allt í
friSi hjá oss, og einsog ávallt verSr á slíkum tíSum. fór
verzlan eSlilega fram, og er nú svæSiS meSfram endilöng-
um árbakkanum alsett bryggjum og skipakvíum. Þarna
yfir frá“— og tölumaSr benti til suSrs— „er fjalliS Casius,
eSa, einsog 'þessir náungar vilja helzt aS þaS sé nefnt,
Orontes-fjöll, andspænis Amnus-fjalli í noröri, og horfast
þau í augu; en á milli þeirra er Antíokíu-slétta. Lengra
burt eru Svartfjöll, og Hggja konunga-rennurnar þaSan og
koma meS hiS tærasta vatn til aS skola óhreinindi af stræt-
unum og svala þyrstum mönnum; allt um þaS eru þar þó
upp til fjalla skógar í eySimerkr-ástandi, þéttir og fullir af
fuglum og ferfœtlingum.“
„Hvar er stöSuvatniS ?“—spurSi einn.
„Þarna norSr frá. Þú getr stigiS á hestbak, ef þig
fýsir aS sjá þaS, — eSa fengiS þér bát og fariS á honum,
® og þaS er betra, því aS kvísl rennr úr því í ána.“ *
,,BJARMI“, kristilegt heimilis blaS,, kemr út í Reykjavík
tvisvar á mánuSi. Ritstjóri Bjarni Jónsson. Kostar hér í álfu
75 ct. árgangrinn. Fæst í bóksölu H. S. Bardals í Winnipeg.
„EIMREIÐIN", eitt fjölbreyttasta íslenzka tímaritiS. Kemr út
i Kaupmannahöfn. Ritst. dr. Valtýr GuSmundsson. 3 hefti á ári,
hvert 40 ct. Fæst hjá H. S. Bardal í W.peg, Jónasi S. Bergmann
á GarSar o. fl.
„NÝTT KIRKJUBLAÐ", hálfsmánaSarrit fyrir kristindóm og
kristilega menning, 18 arkir á ári, kemr út í Reykjavík undir rit-
stjóm hr. Þórhalls Bjarnarsonar, biskups. Kostar hér í álfu 75 ct.
Fæst í bókaverzlan hr. H. S. Bardals hér í Winnipeg.
,Sam.“—Aadr.: Sameiningin, P.O. Box 2767, Winnipeg, Man.