Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1911, Page 5

Sameiningin - 01.01.1911, Page 5
Mánaðarrit til ttu&ningt kirkju og kristindómi ítlendinga. gefið út af hinu tv. lút. kirkjufdagi ftl. i Vestrheimi RITSTJÓRI JÓN BJAXNA30N. XXV. árg. WINNIPEG, JANÚAR 1911. Nr, 11. Tákn tímans. Óróinn í trúarefnum meðal Prótestanta heldr á- fram, og stingr þar mjög í stúf við festuna í rómversku kirkjunni. l'ndir árslok liafði bók dr. Gordons um kraftaverk víða vakið mikinn áhuga, og er merkilegt, hve margir prédikarar og prófessorar (einkum meðal Kongregazíónalista) hafa aðhvllzt þá niðrstöðu höf- undarins, að trú á kraftaverk sé ekkert aðal-atriði krist- indómsins. Á fundi Kongregazíónalista í Newark, N. J., í Apríl var margt sagt, og það með næsta sterkum orðum, til mótmæla kraftaverkunum, sem frá er skýrt í nýja testamentinu, enda þótt því fœri fjarri, að neitan sú slyppi við andmæli. Blað það, er Biblical World nefnist, málgagn Chicago-háskóla, hefir verið að kippa. undan fagnaðarboðskapnum stoðum þeim í ritning- unni, sem hann hvílir á. Kristr er í reyndinni sviftr guðdómseðli sínu og úr fagnaðarerindinu gjört siðfrœða- kerfi—það aðeins, ekkert meira. Marga fjölmenna fundi, sem nefna má ‘einingar-fundi ’, hafa kennimenn Prótestanta lialdið, til þesis meðal annars að rœða um þá eða þá lilið ‘nýju guðfrœðinnar’, og á langflestum þeirra hefir mjög borið á þokukenndum trúarhugmynd- um og jafnvel svæsnum mótþróa gegn ákveðinni trú. Lúterskir rœðumenn og fáeinir' aðrir eru þó þar frá undanteknir. Jafnvel í kirkju Presbyteríana, sem áðr var svo föst fyrir, hefir súrdeig þetta náð sér niðri, og í Chicago-blaðinu Continent, sem áðr hét Interior, koma

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.