Sameiningin - 01.01.1911, Qupperneq 6
322
oft fyrir þau ummæli, sem svo eru löguð, að hefði West-
minster-guðfrceðingarnir, sem hin minni frœði þeirrar
kirkjudeildar eru eftir, heyrt það orðalag, myndi hárin
hafa risið á höfði þeirra. Z7wio»-prestaskóli (í New
York) vinnr kappsamlega að því að smeygja súrdeigi
þessu inn í Öldunga-kirkjuna. Þessi ókyrrð á svæði
guðfrœðinnar mun fyrr eða síðar tilfinnanlega gjöra
vart við sig í lútersku kirkjunni hér í Vestrheimi, eins-
og reynd er þegar á orðin innan íslenzka kirkjufélags-
ins því til sorgar; því vor á meðal eru engin valdhjóð-
andi embættisbréf frá kirkjulegum prelátum til að
banna fólki að lesa rit ný>-guðfrœðinga, sem nú í síðustu
tíð hefir óðum fjölgað.
En þrátt fyrir alla þessa ókyrrð á svæði guðfrœð-
innar má þó sjá merki þess„ að þar er að verða heilsu-
samlegt aftrkast. Nýjar og óreyndar kenningar hafa
ekki í sér nóg nœringarefni til þess að seðja sálir þeirra
manna, sem hungrar og þyrstir eftir réttlæti. Trú sú,
er fullnœgir mannlegu hyggjuviti eða skilningi manns-
ins, fullnœgir jafnaðarlega ekki hjartanu. Farið getr
svo fyrir háskólakennurum, að þeir lendi svo langt inná
villustigu efasýki og afneitunar, að þeir gleymi því með
öllu, að fagnaðarerindi Krists er kraftr guðs til sálu-
hjálpar eins víst nú og forðum á dögum Páls postula.
Og' svo sjái;m vér þá menn koma fram, sem ekki gjöra
sér það að góðu, að fólki sé boðnir steinar í staðinn fyr-
ir brauð, en rísa upp á móti kennendum þeim, sem
gjöra vilja að engu eleki aðeins meginmál trúarlærdóms-
ins kristilega, heldr og kjarna siðalærdómsins. Þá er
háskólakennarinn þýzki neitaði því, að Jesús Kristr
hefði nokkurn tíma verið til, risu þúsundir manna í
Berlín upp og mótmæltu opinberlega. I annan stað var
því hástöfum andmælt um þvert og endilangt Þýzka-
land, er í opinberu embættisbréfi frá yfirmanni kaþólslru
kirkjunnar var talað um ‘villutrúar-umbóO Lúters, og
páfi neyddist til að gjöra það, sem Leó hinum tíunda
tókst ekki að láta Lúter gjöra — taka aftr ummæli
sín. Af þessu og þvílíku, sem komið hefir fyrir nú upp
á síðkastið, má ráða, hvaðan vindr almennings-álitsins