Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1911, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.01.1911, Blaðsíða 9
325 enn betr en þér gætuð treyst jarðnesknm föður. Má vera, að sum yðar liafi aldrei átt þann jarðneska föður, sem þ'ér gátuð farið til og sagt allt, sem yðr bjó í huga. En þá getið þér farið til bins himneska föður yðalr. Hann segir, að yðr sé óhætt að koma með djörfung (Hebr. 4, 16; 10, 19). Reynið ekki að dylja guð neins. Leggið fram fyrir hann allar hugrenningar lijartans. Á daginn, þegar freistingarnar koma, þá lítið upp til lians, sem sigrinn gefr. Gott væri yðr, áðr en þér farið úr svefnherbergi yðar, að íhuga þær freistingar, sem líklegt er að verði fyrir yðr þann eða þann daginn, og tala um það allt við guð, og fá sigr fyrirfram. Talið við hann seinast af öllum áðr en þér gangið til livílu. Tal- ið um liðna daginn við hann. Spyrjið hann, hvort1 þér hafið ekki móðgað hann á einhvern hátt, og biðjið hann að sýna yðr, í hverju það var fólgið. Bíðið síðan með þögn og lotning fhammi fyrir honum, ef hann slryldi vilja kunngjöra yðr eitthvað. Ef hann sýnir yðr eitt- livað, sem honum mislíkaði, þá gjörið játning undireins, svo að því efni sé þegar loldð. Leggizt aldrei svo til svefns, að eitt einasta ský sé milli yðar og föðursins á himnum. Gleymið ekki að vinna fyrir frelsara yðar, drottin og meistara, hvern dag lífs yðar. Það væri góð regla, að setja sér að tala við einhvern á hverjum degi um sálarvelferð lians. Getr verið, að toekifœri bjóðist ekki á hverjum degi, en látið það engu að síðr vera fasta reglu lífs yðar, að svo framarlega sem þess er nokkur kostr, talið þér á hverjum degi við einhvern um sálu- hjálp lians. Með því að hjálpa öðrum hjálpið þér yðr sjálfum. Jóhannesar guðspjall. Eftir séra Hjört J. Leó. VI. 1 síðasta þætti ritgjörðar þessarrar voru leidd rök að því, að fjórða guðspjallið væri fœrt í letr um fyrstu

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.