Sameiningin - 01.01.1911, Side 14
330
Ávextirnir.
Erindi þaS, sem Wm. Bryan, hinn alkunni stjórnmálamaCr Banda-
ríkja, flutti á heiÖingjatrúboCs-þinginu í Edinborg
á Skotlandi 17. Júní síCastliöinn.
fFramh.J
I tiunda lagi : Með því að veita öðrum þjónustu
sýna menn, livers virði þeir eru; þjónusta er mæli-
kvarðinn.
„Ilver sá, er fremstr vill vera yðar á meðal, hann
verðr að vera þræll (þjónn) allra.“
Á vorum dögum reynist það svo, 0g söm mun æfin-
lega verða reyndin, að ‘sá er mestr, sem er boztr’ eða
mest gjörir gott. Lesi menn það, sem ritað stendr á
minnisvörðum þeim, er þakklátar hendr hafa reist þeim,
sem taldir eru mikilmenni í heiminum; í áletrunum þeim
er þess að engu getið, sem mennirnir framliSnu þágu,
heldr er getið um það, sem þeir létu úti við heiminn;
sannast þar áþreifanlega, að ‘sælla er að g'efa en
þiggja’.
Og' hve stórkostleg ummyndan það verðr á þessarri
gömlu jörð, þá er svo langt er komið, að sérhvert manns-
líf miðar sig við þennan mælikvarða. Vér höfum átt í
istríði liver um sig fyrir þá sök, að vér liöfum verið að
reyna til að sjá, hve mikið vér gætum fengíð hver frá
öðrum; það verðr friðr, er svo langt er koinið, að vér
gjörum oss far um að sjá, live mikið gott vér getum
gjört liver fyrir aðra. 1 margvíslegri baráttu höfum
vér átt sökum þess vér lögðum oss í framkróka til að
komast að því, hvernig vér mættum mest hafa út úr
heiminum; en er vér ermn teknir að beita samskonar
orku til að vita, hvernig' vér fáum veitt beiminum sem
mest, þá verðr friðr. Hinn mannlegi mælíkvarði lífsins
er það, hve miklar eru tekjurnar; en hinn guðlegi mæli-
kvarði lífsins er það, hve mikil eru útlátin heiminum
til blessunar.
Kenning kristinnar trúar hefir ekki veiklan í för
með sér; hún dregr ekki úr mætti manna. Menn geta