Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.01.1911, Side 17

Sameiningin - 01.01.1911, Side 17
333 vér seinna kornið með áminningar vorar. Jafnvel á orrustuvelli er særðum mönnum blíft, og margra manna lífi liefir verið bjargað fyrir góðsemi óvinarins. Kristindómrinn er ekki hugtak utan við lífið, heldr veruleiki í lífinu. Sá, sem vill sýna, að bann verðskuld- ar að vera talinn kristinn maðr, verðr að vera einsog lærisveinar Jesú Ivrists eiga að vera, og gjöra það, sem þeir eiga að gjöra. Kærleikrinn knýr hann til að veita öðrum þjónustu, og með gullnu reglunni er til þess bent, hvernig að því skuli farið. Tólfta er ódauðleiki — laun og aðbald. „Þegar maðrinn deyr, lifnar hann þá aftr?“ Myndi nokkur sú spurning verða lögð fyrir anda mannsins, sem meira máli skifti að rétt sé svarað? Frá þeim tíma, er Job var uppi — eða jafnvel frá uppr hafi mannkynssögunnar hér á jörðu—, allt til þess, er kristnin liófst í heiminum, hefir þessi há-alvarlega spurning risið upp í sálum manna og brotizt fram á varir þeirra. Kristr hefir svarað spurningunni, og það svar befir fullnœgt öllum fylgjendum hans. Með orði sínu og með upprisu sinni hefir bann borið þess vott, að líf er til eftir dauðann. Trú á upprisuna er einn af undirstöðusteinum kristindómsins; en sú trú stendr og fellr með fullviss- unni um að frelsarinn sé sonr guðs. „Ef Kristr er ekki upprisinn, þá er prédikan vor ónýt, og trú yðar einnig ónýt.‘ ‘ Hafi Kristr ekki verið guðdómleg vera, þá hefir hann ekki risið upp frá dauðum; ha.fi hann ekki risið upp frá dauðum, þá hefir liann ekki guðdómlegr verið. Ekki þarf það að valda oss neinum óróa, að oss er í mörgum einstökum atriðum ókunnugt um ástœður annars lífs; oss er það nóg, að vér vitum, að oss er til- vera búin hinum megin grafarinnar. Guð bjó svo um heim þennan, að hann gat átt við þarfir marnia; honum er þá sannarlega til þess trúanda að láta himin vera til fyrir þá, sem hann hefir skapað í eigin mynd sinni. Breyting sú, sem verðr við það, er þetta ‘hið dauð-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.