Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.01.1911, Qupperneq 26

Sameiningin - 01.01.1911, Qupperneq 26
342 Frá Argyle-söfnuSum. Þriðja afmælishátí'ð Immanúelssafnaöar var haldin um kirkju- ára-mótin. Sunnudaginn 27. Nóv. voru guðsþjónustur haldnar bæði á ensku og islenzkq, og mánudagskvöld var konsert í kirkj- unni. Afmælisgjafir fékk söfnuðrinn þessar: $100 frá kvenfé- iaginu Baldrsbrá, og kaleik og patínu frá bandalagi safnaðarins. Bandalag Frelsis-safnaðar gaf einnig kirkju sinni mjög vönduð og vegleg altarisgöngu-áhöld og skírnarskál skömmu fyrir jól. Mannaláta þriggja er að geta frá Baldri: 13. Sept. andaðist þar Hallgrímr Jósafatsson. Hann var fœddr að Ási í Kelduhverfi i Þingeyjarsýslu 26. Des. 1856. Fluttist hingað til lands fyrir 28 árum. Síðustu 7 árin dvaldi hann í Vatnabyggðinni í Saskatche- wan, og var þar einn af stofnendum Ágústínusarsafnaðar. I erfða- skrá sinni ánafnaði hann kirkju Immanúelssafnaðar $100. 18. Nóv. andaðist konan Kristbjörg Jónsdóttir. Hún var fœdd á Þönglabakka í Þingeyjarsýslu 22. Nóv. 1827. Ásamt manni sín- um, Ásmundí Ásmundssyni, fluttist hún hingað til þessa lands og til þessarrar byggðar fyrir rúmum 25 árum. 10. Des. andaðist ekkjan Guðbjörg Magnúsdóttir. Hún var fœdd, í Núpasveit í Þingeyjarsýslu 9. Júní 1832. Hingað til lands kom hún fyrir nálægt 30 árum, en síðustu 12 árin átti hún heima hér á Baldri. — Báðar þessar konur voru meðlimir Immanúels- safnaðar. F. H. Mikið hefir síðan í haust verið um slys í Winnipeg-vatni. Eitt var það, að 22. Nóv. drukknaði þar í vök Björn ólafr Björnsson á póstferð til Mikleyjar af meginlandi ('frá HnausumJ—örskammt þaðan er hann bjó i eynni ('með konu sinni Jensínu Bjarnadóttur, systur Markúsar heitins sjómannaskóla-stjóra í ReykjavíkJ. Þau hjón fluttu sig hingað til lands fyrir tíu árum frá Álftatungui á Mýrum og höfðu svo fyrst aðsetr x Winnipeg, en hin síðari ár hefir bústaðr þeirra verið i Mikley og hann verið þar póstr. Sex eru börn þeirra á lífi—þrjú uppkomin á íslandi, tvö í Winnipeg, eitt, hið yngsta, á 13. ári hjá móður sinni í eynni. Björn heitinn var aðeins 44 ára, er hann lézt; hefir víst kvænzt mjög ungr. fMóðir hansi, ekkja, sem fóstrað hefir eitt barnið, á heima í W.pegJ. Hann var röskleika-maðr og heldr góðr drengr; var í safnaðar- uefnd þetta síðasta ár. Jóh. B. Til gamalmennahælisins fyrirhugaða hefir ónefnd kona sent 20 •doll. gjöf JáheitJ og Mrs. Wm. McCarthy í Kenora, Ont., 10 doll., og kvittast hér með þakklátlega fyrir þessar gjafir. Hansína Ólson, féh.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.