Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1912, Qupperneq 7

Sameiningin - 01.08.1912, Qupperneq 7
16y dýröina fyrir þau kraftaverk, sem hann vinnr. Hann tilbiör guS og ákáílar hann sér til hjálpar. Heilar nætr er hann. á bœn til guðs. Hann horfir til himins, þegar hann fr-amkvæmir yfirnáttúr- leg verk. Hann segist geta beðið föður sinn um meir en tólf fylk- ingar engla til að verja sig. Hann veinar á krossinum og kvartar um það við föðurinn, sem hann þar kallar guð sinn, hann hafi yfirgefið sig, og auðmjúklega felr hann anda sinn í guðs hendr í dauðanum. Hvarvetna' kannast Jesús við það, að hann sé sannr maðr. En er unnt að gjöra sér skynsamlega grein fyrir Jesú frá þessu sjónarmiði einu? Verðr æfisaga Jesú skiljanieg, ef hann er miaðr og ekki meira? Einn af stœrri spámönnum síðustu aldar var frakkneski rithöf- undrinn Joseph Ernest Renan. Hann hafði búið sig undir prests- stöðu, en féll frá mörgum megin-atriðum trúarinnar og varð .aldrei prestr, en um trúmál ritaði hann margt og mikið. Merkasta ritverk hans er „Æjfisaga Jesú“. Hún er rituð af viðbrugðinni snilld. Hann tekr samhljóða guðspjöllin sem heimildarrit og segir svo söguna einsog venjuiega æfisögu MANNSINS Jesú. Hann heldr sér föstum við það, að Jesús sé einungis maðr. Um það kemst Renan svo að orði.: „Guðspjallamennirnir lýsa honum sem hverjum öðrum manni. Hans er freistað; honum er ókunnugt um marga hluti; hann leiðréttir það, sem hanrf hefir áðr sagt; hann breytir skoðunum sínum; hann er áhyggjufullr og kvíSandi; hann sárbœnir föðurinn að hlífa sér; hann er guði undirgefinn einsog barn; hann, sem dœma á heiminn, veit ekki, hvenær dagr dómsins kemr; hann flýr til þess að bjarga lífi sínu.----Allt eru þetta einungis verk þess manns, sem er erindsreki guðs, — manris, er nýtr náðar guðs og varðveizlu.“l) En sjálfum reyndist höfundinum um megn aS halda þessarri mynd af frelsaranum óbreyttri í ritverki sínu. Aftr og aftr var hann til neyddr út-af hinum sögulegu viðburðum, er hann vildi gjöra grein fyrir^ að tiieinka Jesú guSlegt gildi. Hann viðhefir þau orS um Jesúm, sem hljóta að álítast hneykslanleg, ef einungis er þar um mann að rœSa. Eftir að hafa sagt greinilega frá dauða Jesú, kemst hann aS orði á þessa leið: „Hvíl nú í dýrð þinni, göfugi höfundr! verk þitt er fullkomn- að: guðdómr þinn er staðfestr.---------- Burt numinn af öllum veik- leika og úr djúpi þíns guðlega friðar skalt þú héðan í frá horfa á óendaniegar afleiðingar verka þinna.-----------HéSan i trá munu menn enga merkýalínu gjöra milli þín og guðs. T’ak nú við stjórn ríkis þíns, og þangað munu leita eftir konungs-vegi þeim, sem þú vísar, óteljandi kynslóSir dýrkenda þinna." Framar í sömu bók kveðr hann svo aS orSi: „Þá var það um nokkurra mánaSa bil — i) Renan: „L,a Vie de Jésu“ — enska þýSingin, bls. 263.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.