Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1912, Page 12

Sameiningin - 01.08.1912, Page 12
172 aö. Eg vil feginn hafa þann fyrir meistara minn. Fyrir honum myndi andi minn beygja sig meh lotningu. Ef hann kallaði mig til sín, vildi eg fylgja honum og stríSa meS honum. Hann myndi vera leiöarvísir minn í freistingum og striði lífsins. Hann væri mér ímynd þess alls, sem er göfugt og gott. Fyrir hugskots-augum mín- um myndi þann standa i hvert sinn, er eg gjörSi bœn mína til guSs, sem vinr minn og bróðir. En fyrir honum get eg ekki falliö á kné, fórnaS upp höndum og hrópaS: „Drottinn minn og guð minn!“ Eg þyröi ekki að tilbiSja hann, og fyrir sáluhjálp minni gæti eg ekki trúaö honum. Hann kann aö vera „höföingi ríkisins", en hann er ekki „þaS guSs lamb, sem ber heimsins synd.“ Ef eg aS- hylltist þessa skoSun á frelsara mínum, myndi hjarta mitt kólna og allir Passíusálmar Hallgríms Pétrssonar myndi deyja mér á vörum. Þau áhrif myndi nýja KristsfrœSin hafa á mig; má vera, aS hún hafi önnur áhrif á aðra menn. Þ.aS er guSs að dœma. III. Sögulegar rannsóknir á eSli og eiginleikum Jesú Krists ganga miklu lengra. Og niSrstaSa þeirra bendir, aS því er mér virSist, ótvíræSlega á fullkominn guSdóm eSlis hans. Allar rannsóknir verSa auSvit;aS aS grundvallast á æfisögu Krists í guSspjöllunum. Og svo vel vill til, aS nú er ekki lengr deilt um gildi þeirra, þ.e.a.s. hinna þriggja svo nefndu samhljóSa guöspjalla, guSspjalla þeirra Matteusar, Markúsar og Lúkasar, og skal því ekki fariS út-fyrir takmörk þeirra á máli þessu, er um æfisögu Jesú er aS rœða. Eg vil nú leitast viS aS benda á nokkur þau söguleg sönnunar-gögn, er mér viröast staöfesta hina gömlu kenningu kristninnar um guS- dóms-eSli Jesú Krists. i. Staðhœfingar lesú sjálfs um guðlegt vald hans og réttindi. Af guðspjöllunum sjáum vér þaS ljóslega, að Jesús tekr sér vald yfir öllu, sem skapaS er. Hann setr sig upp-yfir alla mestu menn hins gamla sáttmála. Hann segist vera meiri en Jónas og Salómon, meiri en DavíS, sem kalli hann drottin, meiri en Móses og Elías, sem meS honum birtust á fjallinu, meiri en fyrirrennarinn Jóhannes, —■ meiri en englarnir á himnum, sem eru og aS eilífu verSa í hans þjónustu og veita honum lotningu. Hann krafðist þess af mönnum, sem enginn maSr hafði krafizt né gat krafizt: að menn sýndi honum traust, hlýSni og elsku á svo fullkominn hátt, að þeir fyrir það væri reiSubúnir að leggja í sölurnar allar aSrar til- finningar, allar eigur sín,ar og lífiS sjálft, og fyrir þaS lofar hann þeim í eigin nafni mestu umbun í eilíföinni. „Vilji einhver fylgja mér“ —• segir hann, —■ „þá afneiti hann sjálfum sér, og taki upp kross sinn og fylgi mér; því hv'er sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því; en hver sem týnir lífi sínu vegna mín og fagnaSarerindisins,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.