Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1912, Qupperneq 13

Sameiningin - 01.08.1912, Qupperneq 13
173 mun bjarga því.“ Hann heimtar, að menn slíti hin helgustu bönd til þess að geta gengiö honum einum til handa. Jesús tekr sér dómsvald yfir lögmáli guös. Hann segist vera herra hvíldardagsins. Hann setr sig jafn-hátt guöi meö tilliti til lögmálsins og í eigin nafni heimfœrir hann þaö einsog sé hann sjálfr höfundr þess. Hann læknar sjúka, rekr út djöfla og skipar náttúruöflunum aö hlýða sér í nafni sjálfs hans og fyrir þaS vald, er hann hafi yfir alheiminum. Hann býðr með einu orði, og líf og dauði lúta hon- um: „Stúlka! rís þú upp“ — segir hann—, og dóttir Jaírusar lifn- ar aftr. „Þegi þú og far út-af honum“, og illi andinn yfirgefr manninn samstundis. „Haf hljótt um þig“, og veðriö lægir óðar og logn verðr á .Genesaret-vatni. Svo mikill er kraftr sá, er hann ræðr yfir, að hann getr gefið postulum sínum umboð til aö gjöra allskonar kraftáverk í hans nafni. Þegar hann sendi þá út til að kunngjöra, að guðs ríki væri í nánd, þá gaf hann þeim umboðs-vald, sem guðlegr kraftr fylgdi. Jesús tileinkar sér guðleg einkaréttindi til aö fyrirgefa syndir. Hann neit,ar því ekki, aö það vald heyri guöi einum til, en hann hikar ekki aö taka sér þaö vald, og sannar meö ómótmælanlegum rökum, aö hann hafi rétt til þess. Viö þetta vald, sem hann tekr sér til aö fyrirgefa syndir á jöröu, bœtir hann því, aö hann eigi um síöir aö veröa dómari alheimsins og kveöa upp eilífðar-dóm yfir bæöi lifendum og dauðum. Getr maör nú hugsað sér, aö mannleg vera hafi verið upphafin til þessarrar tignar og gjörð hluttakandi í einkaréttindum guðdóms- ins? Hafi hann einungis veriö maör, gat hann þá, jafnvel hversu hátt upp hafinn sem hann væri, tekið sér og tileinkaö eiginleika guös? Hvernig mátti nokkur mannleg vera taka sér vald yfir guðs anda og veita hann eftir Vild sinni? Engin skynsamleg úrlausn fæst nema sú ályktun, að hér sé uffi meira en mann að ræða, —1 Jesús hafi að eðli til verið guödómlegr og því getað réttilega til- einkað sér vald og eiginleika guðs. Þarfyrir leyfist oss að nefna Jesúm guö. Ekki svo aö skilja, að þann sé guð að þvi leyti sem hann er maðr og hefir mannlegt eðli, heldr fyrir það, að í honum er manneölið sameinað guðdóminum, og fyrir það, aö œðra og ofar hinu tileinkaða m,anneðli hans er guðlegt eðli hans. 2. Jesús leyfir, aS sér sé sýnd guSrœkileg lotning. Mörg lotningarmerki voru frelsaranum sýnd. Auðvitað voru þau ekki öll í sjálfum sér guðrœkilegs eðlis eða um hönd höfö sem trúarathafnir. Engu að síðr bera þau það þó einatt með sér, að þau sé af þeim rótum runnin. Aftr og aftr leyfir hann mönnum að falla sér til fóta og tilbiðja sig. 'Þ'annig var framkoma líkþráa mannsins, er kom til Jesú, er hann gekk niðr-af fjallinu, Jaírusar

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.