Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1912, Síða 16

Sameiningin - 01.08.1912, Síða 16
176 hins lifanda“ sé ekki einungis sammerking orösins „Kristr", heldr líka frásögn þess, hvers eSlis sá Kristr sé. Þaö má ekki draga úr merkingu orSsins „sonr gu'ös*', svo þaö sé látiö merkja sama sem „Kristr", eöa mannlegr Messías. Miklu fremr verÖr maör í ljósi guöspjalla-sögunnar aö hefja nafnið „Kristr“ upp-í þaö veldi, sem nafnið „guðs sonr“ táknar. Nýja testamentiö kennir, að sá Messí- as, sem gamla testamentið hafði boðað, sé í raun og sannleika ekk- ert annað en guð sjálfr. Það hefir því verið skilið svo, að þessi játning Pétrs, sem Jesús gjörði sig svo vel ánœgðan með', sé skil- greining á því, hvers eðlis hann sé sem Messías, fremr en það, að hún sé einungis yfirlýsing þess, að hann sé Messías. Af svari Jesú verðr það einnig ljóst, hverja merkingu hann leggr í játningu lærisveinanna og á hvern hátt hann vill láta kalla sig son guðs. Jesú hafði augsýnilega skilizt það, að Pétr var að nefna hann guðs son í nýrri merkingu þess orðs og að lærisvein- arnir væri nú farnir að tileinka honum guðlegt eðli og guðlega eig- inleika. Við Pétr segir Jesús: „Sæll ert þú, Símon Jónasson! því hold og blóð hefir ekki opinberað þér það, heldr faðir minn á himn- um.“ Jesús þakkar það sérstakri náðar-opinberan guðs, að læri- sveinarnir hafa nú lært að skilja guðs-eðli hans og játa hann sem guðlega veru. Og á þessarri opinberan og þessarri játningu segist svo Kristr munu byggja söfnuð sinn, þann er standa muni að eilífu. Nákvæmlega hið sama gefr Jesús í skyn, er hann stendr frammi fyrir öldunga-ráðinu og svarar spurningum Kaífasar. CEðsti prestr- inn spyr hann að því, hvort hann sé sannarlega Kristr, sonr guðs, eða sonr hins blessaða. Jesús svaraði því játandi, og til þess að aíllir megi skilja, hvað hann hefir í huga, er hann tekr sér þá tign, bœtir hann við: „En eg segi yðr, að upp-frá þessu skuluð þér sjá mannsins son sitja til hœgri handar máttarins og koma á skýjum himins.“ Með þessu vildi hann gjöra dómurum sínum það skilj- anlegt, að! ekki sé hann einungis Messías sá, er Gyðingar væntu samkvæmt spádómunum, sonr Davíðs og konungr Gyðinga, heldr sé hann guð-Messías, sannr sonr guðs og guði sameinaðr að dýrð og krafti. Og á þann hátt skildi öldunga-ráðið orð hans, því þá rifu dómararnir klæði sín, sögðu hann guðlasta og kváðu hann dauða sekan. Greinilegast kemr þetta fram í frásögn Lúkasar. Ráðið skorar þar fyrst á Jesúm að segja af eða á um það, hvort hann sé Kristr, þ. e. hinn fyrirheitni Messías. Jesús svarar með því að segja þeim, að hann sé sá „mannsins son“, sem Daníel hafði spáð um að sitja eigi til hœgri handar guðs kraftar. Dómararnir skilja það, að hann er með því orði að tileinka sér guðlegt eðli, og að hann taki sér guð- legt vald og þykist vera guði jafn. Til þess svo að ganga úr skugga um það, spyrja þeir hann blátt áfram að því, hvort hann sé sonr guðs, og játar Jesús því hiklaust. Jesús var búinn að kannast við, að hann værí Kristr; hin önnur spurning öldunga-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.