Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1912, Síða 18

Sameiningin - 01.08.1912, Síða 18
i78 og veru aðeins aS því leyti, sem hann hefir öllum mönnum fremr veriö af guöi kjörinn sem sonr og hefir þegiö af guöi meiri andans gjöf. Með hliösjón sérstaklega af guðspjalli Markúsar er þaö kennt af mörgum frœðimönnunum nýju, að þessi útvalning hans hafi fyrst fariö fram við skírn hans, þá er hann var þrítugr maðr. Þá hafi guð fyllt hann heilögum anda og frá þeirri stund hafi hann verið kjörsonr guðs. Sv'o sem kunnugt er orðið vilja ný-guðfrœðingar skera framan- af guðspjöllum þeirra Matteusar og Lúkasar fráscgurnar um getnað Jesú af heilögum anda og um fœðing hans í heiminn — jólaboð- skapinn. Losast þeir á þann hátt við guðs-eðli frelsarans eða guðlegt ætterni hans. Samt eru þeir aðrir í þessum hópi, sem viðr- kenna fœðingarsögu frelsarans og getnað hans fyrir kraft heilags anda. En þeim fer líkt og hinum, sem upphaf sonar-stöðu hans segja verið hafa með skírninni, að þeir telja upphaf hans sem hins útvalda guðs frá þeirri stund, að manneðlið varð fyrir þeim sér- stöku áhrifum heilags anda. Hann er maðr án þess að vera af manni getinn,( en í móðurlífi útvalinn og helgaðr og yfirnáttúrlegum hœfileikum gœddr. Allt ber raunar að sama brunni: Jesús er út- valinn maðr, kjörsonr guðs á himnum, en ekki sjálfr guð af himni kominn og holdi klæddr, samkvæmt guðfrœðinni nýju. Þeir, sem þeirri skoðun fylgja, að sonar-samband Jesú við guð sé í því fólgið, að hann sé í manneðlinu fyrir sérstökum guðlegum áhrifum orðinn og þeirra v'egna guði sameinaðr, benda á það, að hann kalli líka lærisveina sína syni guðs, eða börn guös, og kenni þeim að þekkja hann sem föður sinn. Mætti af því álykta, að Jesús væri einungis sem eldri og þroskaðri bróðir hinna barna guðs allra, aðeins „primus inter pares“. Satt er það, að allir getum vér verið synir guðs, og Jesús er oss öllum bróðir. En eigi að síðr lesum vér það út-úr allri guð- spjalla-sögunni, að frelsarinn tekr sér afstöðu við föðurinn, sem hann ætlar sér einum, en engum manni með sér. Hann er sonr guðs á allt annan hátt en mennirnir. Hann einn á alla hluti' á himni og jörðu jafnt og faðirinn og hluttakandi í mætti hans og dýrð að eilífu. Mennirnir fá þess að njóta einungis fyrir milli- göngu hans og verðskuldan. Hann telr sig aldrei í flokki læri- sveinanna, þegar um sonar-stöðuna er að rœða. Sjálfum tileinkar hann sér einkaréttindi sonarins; sömu réttinda verða þeir aðnjót- andi einungis fyrir það, að þeir eru ástvinir hans og fá þau- sem gjöf frá honum. Jesús segir þrásinnis ,,faðir minn“ og „faðir yðar“, en hann segir aldrei „faðir vor“, þegar hann talar um sig og lærisveinana til samans. Bœnin, sem vér nefnum faðir-vor, er hér ekki undan- tekning. Hann leggr þá bœn á varir lærisveinanna einna saman; biðjið þér þannig, segir hann. Þegar hann biðr með þeim og fyrir þeim, stendr svo að segja við hlið þeim frammi fyrir guði,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.