Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1912, Side 23

Sameiningin - 01.08.1912, Side 23
iS3 á Jesú Kristi sem guði sínum og frelsara. Hvar sem trúin á sannan guðdóm Krists hefir dofnað, þar hefir kirkjan dáiS. Vitanlega er trú þessi og kenning byggð á biblíunni, og þaö, sem á biblíunni er byggt, er ekki „byggt á sandi.“ MeS þennan boðskap biblíunnar kemr krsitnin fram fyrir synd- uga menn og segir: SJÁID MANNINN ! Meöfram af því, að mér er þa8 í alla staSi ljóst, að aöal-atriöi ágreiningsins alls í trúmálum vorum er sjálfr Jesús Kristr, hefi eg leitazt viö að kynna mér sem bezt eg gat nútíðar-skoðanir og kenn- ingar manna um hann, einkum kenningar hinna svo nefndu modern- ista, eða ný-guðfrœðinga, Því meira sem eg hefi um þetta lesið og hugsað, því betr finnst mér eg skilja það, að hvorki kenning Únítara, sem hreinskilnislega afneita guðdómi frelsarans, né kenning ný-guð- frœðinganna, sem hafna guðdómi Krists til hálfs í orði kveðnu, en að öllu leyti í raun og veru, geti samrímzt kenningu nýja testament- isins, né sætt skynsemina við sögulega framkomu þessarrar persónu, sem alveg er einstœð í sögu mannkynsins. Að sama skapi hefir löngun hjarta míns aukizt til þess að fá betr og betr „að sjá mann- inn.“ Og til þess finnst mér að mig nú langi meir en til nokkurs annars að geta fyrir guðs náð sagt af einlægu hjarta: „Son guðs ert þú með sanni, sonr guðs, Jesú minn! Son guðs syndugum manni sonararf skenktir þinn, son guðs einn eingetinn ! Syni guðs syngi glaðr sérhver lifandi maðr heiðr í hvert eitt sinn.“ --------o-------- Læknar skrifast á um trúmál. „Nýtt Kirkjublaff." I. —■ — Hversu lízt þér á ‘nýju guðfrœðina’, sem allsstaðar ryðr sér til rúms nema í kaþólsku kirkjunni? Mér sýnist hún stefna beint að útrýming hins forna sögulega kristindóms. Hún skipar biblíunni á sama bekk og öðrum forna'.darritum. Sýnir fyrst, að í varaldlegum efnum er hún fjarri því að vera óskeikul, og svo fer óhjákvæmilega á eftir, að í trúmálum er hún það þaðan af síðr. Eflaust er þetta rétt og ðmögulegt að mótmæla því ti! lengdar. Hver verðr afleiðingin? Jesús verðr blátt áfram maðr og auðvitað með mannlegum kostum og 'löstum. Endrlausnarkenningin fellr um sjálfa sig, og þá ekki1 síðr trúin á djöfulinn og eilífa útskúfun. Meira að segja: allr gamli grundvöllrinn fyrir trúnni á persónuleg-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.