Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1912, Qupperneq 30

Sameiningin - 01.08.1912, Qupperneq 30
IQO ykkr. 23. Og þú, Kapernaum! skyldir þú veröa hafin til hkn1- injs ?——'Til Heljar skalt þú niðr stíga; því hefði þau kraftaverk verið gjörð í Sódómu, sem gjörzt hafa í þér, stœði hún allt til þessa dags. 24. Þó segi eg yör, aö landi Sódómu mun verða hærilegra á dómsdegi en þér. 25. Á þeim tíma tók Jesús til máls og sagði: Eg vegsama þig, fa’Sir! herra himins og jaröar, að þú hefir hulið þessa hiuti fyrir spekingum og vitrum mönnum, og opinberað þá smælinigj- um. 26. Já, faðir! því þannig varð það, sem þóknalegt er fyrir þínu augliti. 27. Allt er mér á vald gefið af föður mínum, og enginn gjörþekkir soninn nema faðirinm, og ekki heldr gjör- þekkir nökkur föðurinn nema sonrinn, og sá er sonrinn vill op^- inbera hann. 28. Komið til mín, allir þér, sem erviðið og þunga cruð hlaðnir, og eg mun veita yðr hvíld.. 29. Takið á yðr ok mitt og lcerið af mér, því eg em hógvœr og lítilláfr í hjarta, og þá skuluð þér finna sálum yðar hvíld; 30. því mitt ok er indœlt og mín byrði létt. Les: Lúk. 10. 12-22. — Minnistexti: Komið til mín, allir þér, sem erviðið og þunga eruð hlaðnir, og eg mun veita yðr hvíld — Matt. 11, 28, Sekt þeirra, sem hafna Jesú (20.-24. v.J. Kraftaverk Krists,, og öll máttarverk guðs i heild sinni, kalla menn til iörunar og trúar. Enginn hefndarhugr í orðum Jesú, heldr sorg og með- aumkun. Þ!ví skærra sannleiksljósi sem hafnað er, því þyngri er sektin og harðari dlómrinn. Kapernaum naut meira ljóss en Sódóma, og vér njótum meira ljóss en Kapernaum. Jesús telr það hér hina stœrstu synd, að hafna honum og boðskapi hans. Samband Jesú V.ð föðurinn (25.-27. v.J. Sannleikur kristin- dómsins er opinberaðr smælingjum, sem finna til sinnar eigin skammsýni, og krjúpa á kné fyrir alvitrum guði. En hann er hulinn spekingum heimsins, sem „aumri skynsemi: ætla of hátt, aldrei til skilnings koma.“ Og þessi sannleikr, semi opinberaðr er smælingjum, er opinber- aðr i Jesú Krist.ii. — Nýja guðfrœðin segir, að Jesús sé guiðs son, aðeins á sama hatt og hverjir aðrir guði þóknanlegir menn. í tuttugasta og sjöunda versinu hefir Jsús fyrir-fram svarað þeirri kenningu. — Þéir, sem hafna syninum, hafna líka föðUm- um, sem sonriinn hefir opi-nberað. Líknarkjör þeirra, sem leita til Jesú (28.-30. v.J. Sá, sem býðr, er Jesús; þeir, sem hanni býðr, eru aílir, sem erviða og eru þunga hlaðnir; það, sem hann býð'r, er hvíld; skilyrðið, sem hann setr, er: „komið til min“, — ekkert annað. — „Takið á yðir mitt ok og lærið af mér.“ Vér eigum að beygja vjkja vorn undL ir vilja drottins vors og frelsara, og treysta algœzku' hans og alvizku fyrir oss.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.