Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1912, Page 39

Sameiningin - 01.08.1912, Page 39
V 199 lífganda lofti og ljósskíma, sem þó ekki var meiri en svo, aS inn-í klefanum var meir en hálf-dimmt. Svona var klefinn VI. Láti menn sér nú ekki verða bilt viS. Lýsingin á aumingjanum blinda og tungulausa, sem nýleystr var út-úr klefanum V, ætti aS hafa búiö lesendr svo undir skelfingarnar, sem koma fyrir í sögu vorri, að þær komi ekki alveg flatt uppá þá. Tveir kvenmenn birtast saman fast við loftsmuguna. Önnur sitr, en h'in hallar sér upp-að henni. Ekkert er á milli þeirra og hins bera steinveggs. I hinni daufu ljós- skímu, sem fellr inn-til þeirra skáhallt að ofan, birtast þær líkari ömurlegum vofum en mennskum mönnum; og ekki getum vér komizt hjá aö veita því eftirtekt, aS þær hafa nálega engin föt til a.Ö hylja meS nekt sína. En hinsvegar verðr oss brátt ljóst, að kærleikrinn á þar enn heima, því þær eru hvor í annarrar örmum. AuSœfin fljúga burt, huggunin hverfr, vonin visnar upp; en kærleikrinn dvelr hjá oss. Kærleikrinn er frá guSi. Sá blettr steingólfsins, þarsem þær mœðgur birtast í faömlögum, er slétt-fægðr. Hver getr sagt, hve mikiS af þessum átta árum hafSi fyrir þeim í þaS gengiS aS halda sér á þeim bletti, í sömu skorSum, sém nú birtast þær í, niSr-undan smugunni, og reyna til aS glœSa von sína um frelsan í hinum dapra, en vinalega ljósgeisla, sem þar lagSi inn-yfir þær? Þá er birtan fór aS seilast inn-til þeirra, vissu þær, aS dagr var aS renna upp. Og er birtan fór dvínandi, vissu þær, að heimrinn var aS búa sig undir nætrhúmiS, sem þó hvergi gat orSiS eins langvinnt og di'mmt einsog þarsem þær voru. Heimrinn! Gegnum smuguna, rétt einsog þar væri vítt og hátt hliS út-frá konungshöll, skunduSu þær í huganum út-í heiminn og styttu sér stundimar löngu meS því aS fara upp og niSr einsog andar framliSinna, mœnandi og spyrjandi önnur eftir syni sínum, hin eftir bróSur sínum. Á hafi úti leituSu þær hans og í eyjunum í hafinu. 1 dag var hann í þeim eSa þeim bœnum, aS morgni i einhverjmn öSrum bœ. Og allsstaSar og æfinlega var hann sem pílagrímr, er hvergi átti heima. Því einsog þær lifSu til aS bíSa eftir honum, svo gekk og líf hans í þaS aS leita þær upp. Ótal-sinnum fóru hugsanir þeirra og hans hvorar framhjá öSrum í hinni endalausu leit — hugsanir hans komandi, hugsanir þeirra farandi. Raunabót ein mikil var þeim aS geta sagt hvor viS aSra.: „MeSan hann er á lífi, verSr okkr ekki gleymt. Svo lengi sem hann man eftir okkr er von.“ Enginn veit, hve mikinn styrk má hafa upp-úr smámunum, ^ fyrr en maSr sjálfr hefir komizt í slíkar raunir.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.