Sameiningin - 01.08.1912, Side 40
200
Það, sem vér imunum til þeirra frá fyrri dögum, fyllir
oss lotning fyrir þeim. Sorgir þeirra varpa yfir þær hjúp
heilagleikans. Án þess aö koma of nærri sjáum vér gegn-
um fangelsið opið, að breyting er orðin á útliti þeirra
meiri en svo, að stafað geti af því að þær eru nú á öðru
æfiskeiði en þá er vér áðr kynntumst þeim, eða hinni
löngu fangelsisvist. Móðirin var fögr kona; dóttirin fagrt
barn, En jafnvel ástin gat ekki sagt svo mikið nú. Hár
þeirra er langt, ógreitt, og undarlega hvítt. Vér hrökkuim
undan með hryllingi og viðbjóðstilfinning, sem ekki verðr
með orðum lýst, þótt áhrif þessi, sem þær hafa á oss, stafi
ef til vill af því að ljósskíman, sem yfir þær leggr í hinu
óholla rökkr-húmi þar í jörðu niðri, er svo óeðlileg og
draugsleg. Má og vera, að þær sé aðfram komnar af
hungri og þorsta, þarsem þær hafa hvorki bragðað vott né
þurrt síðan fanginn, sem átti að þjóna þeim, var látinn út
deginum áðr.
Tirza, sem hallar sér upp-að móður sinni, kveinar
grátlega.
„Vertu róleg, Tirza! Þeir koma. Guð er góðr. Við
höfum rnunað eftir honum og aldrei gleymt því að biðjast
fyrir, er lúðrblástrinn úr Musterinu fyrir handan barst
okkr til eyrna. Ejósbirtan, sem þú sér, skín enn glatt.
Sólin er enn á suðrloftinu, og það er naumast fremr en
um sjöundu stund. Einhver kemr víst. Höfum von. Guð
er góðr.“
Svo mælti móðirin. Orðin voru einföld og áhrifamikil.
Tirza var þó ekkert barn lengr. Þrettán ára gömul var
hún, er vér sáum hana síðast. En nú höfðu átta ár bœtzt ;
við aldr hennar.
„Eg skal reyna að vera sterk, móðir mín !“ — sagði
hún. „Þjáning þín hlýtr að vera mikil einsog mín. Og
mig langar svo til að lifa fyrir þig og hann bróður minn.
En tunga mín er í loga. Varirnar stikna. Ó að eg vissi,
hvar hann er, og hvort honum tekst nokkurn tíma að
finna okkr!“
Eitthvað er það við málróm þeirra mœðgna, sem
lætr undarlega í eyrum vorum, — óvæntr hljómblær; —
rómrinn er skerandi, hás, málmkenndr, ónáttúrlegr.