Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1928, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.06.1928, Blaðsíða 9
i6y hann yrÖi að hafast við í eftir það. Hann hugsaði um skilnaðinn við eiginkonuna sína ástríku og elskuleg börnin sín. Hann segir, að sér hafi fundist eins og holdið væri slitið af beinurn sínum, er hann hugsaði til þess að verða slitinn frá lítilli, blindri dóttur, sem hann átti. En samt lét hann öruggur það boð út ganga, að á sínum vana stað myndi hann prédika um kvöldið. Aumir menn og syndugir glöddust af hjarta og þyrptust til hans, að heyra náðarorðið um Krist. Bunyan var tekinn fastur. 1 tólf löng ár sat hann í fangelsi. Þegar hann loksins var látinn laus, fórust hon- um orð á þá leið, að hann hálf sæi eftir þvi, að fá ekki að líða meir, því náð Guðs i neyðinni væri svo undursamleg, að við hana fengi engin sæla jafnast. Elversu ljósið af Kristi hefir stafað bjart á sálu Bunyans, má merkja af endurspeglun Krists-dýrðar- innar á blaðsxðum bókarinnar, sem hann reit í fangelsinu, “Eör Pílagrimsins,'’ sem næst bibliunni hefir verið víðlesnasta bók í heimi. í ljósinu hjá Jesú í myrkvastofunni sá hann, likt eins og Jóhannes á Patmos, íeiðina xir dölunum upp á sigui'hæðina þar borgin himneska stendur, og vegferð Kristins þangað heirn hefir hann lýst með líkingarmáli svo dýrlegu, að leið hefir vísað ótal sálurn til hæða. Það marg-borgaði sig fyrir Bunyan að hætta öllu sinu á Krist. Það rnyndi marg-borga sig fyi'ir fslendinga, fyrir alla rnenn, að gera Jesú að leiðtoga sínum, fylgja í breytni sinni boðum hans og fjallræðu — láta Krist vera alt. Á heilsuhæli einu miklu hér í Ameriku stendur í forsalnum líkneski fagurt af Kristi. Margar dyr ei'u að salnum, en það er sama inn urn hvei'jar dyr rnaður kemur, það er sem andlit Jesú snúi að manni og hann horfi beint á nxann. Eitthvað svipað þessu er byrjað nú hér í veröldinni og verð- ur vafalaust meir áberandi eftir því, sem ár og aldir líða. Synd- ugur heimur er setn sjúkrahús, Kristur er sendur af Guði til að lækna allar þjóðir. Og það er athyglisvert, að inn um hvaða dyr, sem menn korna, þá verður nú Krists-nxyndin fyrir augum manna. Okkur hættir mörgum við að líta svd á, að Krists-myndin geti ekki blas- að við öðrum en þeim, sem inn koma um sömu dyr og við. Einhverir yðar hafa víst lesið bækurnar tvær, sem út hafa komið nýlega eftir dr. E. Stanley Jones, trúboðann stórmerka á Indlandi. Þær bækur hafa vakið flestum bókum rneiri athygli á nýliðinni tíð, enda þýddar verið á nxargar tungur. Fyrri bókin heitir Kristur á vcgum Indlands þChrist of the Indian Road), en hin síðari Kristur á ráðstcfnu (Christ at the Round Table). 1 þeirn bókum verður það svo ljóst, að hrifningu veldur hjá lesur-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.