Sameiningin - 01.06.1928, Blaðsíða 27
lega hefir veriö starfaS að kristindómsraálunum. Til er einnig yfir-
borðs uppgangur, sem reynist haldlítill. ViS ihugun ástæðna vorra
ber oss því aS varöveita það jafnvægi, sem- hvorki yfirbugast auð-
veldlega af þeim erfiðleikum er við er að stríða, né gengst of mjög
fyrir því, sem sæmilega gengur. Erfiðleikarnir eiga að vera fyrir
oss þrep upp á við, og það sem hepnast upphvatning til áframhalds.
En alt hvílir í raun réttri á því, því hvernig oss tekst að efla sann-
kristilegt líf, hugsunarhátt, hjartalíf og starfsáhuga.
Vér eigum bakhjarl í vorri eigin liðnu sögu, en viðhorf nútím-
ans í kristilegum málum snertir oss ekki síður. Þeir atburðir eru að
gerast, sem breyta því að ýmsu leyti. Jafnvel rikis kirkjurnar eiga í
vck að verjast í ýmsum löndum, er alt fyrirkonmlag kirkjunnar og
kenningarkerfi er grannskoðað á ný. Umrótið reynir alstaðar á þol-
rif kristninnar, og það kemur greinilega í ljós að einungis lífsgildi
kristindómsins getur komið að liði til að veita verulega festu. Ríkin
geta ekki til lengdar haldið kirkjunni uppi, ef lífsgildi vantar í boð-
skap hennar, ekki heldur lærdómur einn, þó mikilsverður sé, eða
glæsilegt ytra fyrirkonrulag; ekki hefð eða föst kenningarkerfi, held-
ur einungis lífrænn boðskapur, sem réttlætir sig í heilbrigðum áhrif-
um og ávöxtum í mannlegu lífi. Hefir vaxandi meðvitund um þetta
haft sín áhrif á kirkjulífið. Menn hafa fengið ótrú á deilum, sem
því er náði úrslitum í lífi kristninnar. Fundið til þess að þó sjálf
sagt sé að setja fram málstað sinn eins Ijóst og skýrt og unt er og
að láta boðskapinn vera sem bezt grundvallaðan á þekkingu og skiln-
ingi á opinberun Guðs og mannlegu lífi, þá sé það ekki fúllnægjandi
nema það eigi bakhjarl í lífi sem mótað er af áhrifum kristindómsins.
í því andrúmslofti, sem þannig er að skapast, ætti kirkjan, sem vér
eigum andlegt samneyti með, bæði sú íslenzka og ameríska, að geta
notið sín betur. Og það er von allra sannra kristindómsvina að með
timanum megi þetta hafa áhrif á meðferð allra mannlegra mála,
þannig að úlfúð, öfund, hatur og styrjaldir megi víkja fyrir kristi-
legri anda og aðferðum.
Tala safnaða kirkjufélagsins er nú 55, eða einurn færra en á
síðasta kirkjuþingi. Grafton söfnuður í Norður Dakota hefir lagst
niður á árinu. Kirkjan var seld og andvirðið gefið til kirkjulegra
og kristilegra málefna. Fórst hinum fáu, sem eftir eru, mjög sóma-
samlega í öllu þessu, er þeir fundu til þess að vegna fátnennis yrði
ekki haldið áfram. Eiga þeir nú flestir kirkjulegt heimili í söfnuði
norsk-lútersku kirkjunnar í Grafton, þar sem fluttar eru bæði ensk-
ar og norskar guðsþjónustur.
Prestar kirkjufélagsins eru hinir sömu og í lok síðasta kirkjuþings.
Þá bættust oss tveir nýir kennimenn, þeir séra Carl J. Olson og séra
Kolbeinn Sæmundsson. Séra Carl var þegar búinn að taka við
prestakalli sínu í Wynyard og þar í grend nokkru fyrir þing. Hefir
starfað þar síðan og þjónar nú sem fastur prestur öllum söfnuðum