Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1928, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.06.1928, Blaðsíða 11
169 leikans, sem streymir fram í hverjum litlum læk, sem vökvar sál- ir mannanna með meðvitund um GuÖ og eilífð, um réttlæti og sælu í samfélagi viö föður allra manna? Er það ekki hinn sami bless- aði mannkynsins frelsari, sem um allan heim 'blæs mönnum í brjóst viðbjóð á syndinni og löngun til helgunar? Getum vér bundið Guðs son nokkurum takmörkum, svo að sagt verði, að nokkuð gott sé til, og ekki sé það frá honum komið ? Er ekki Kristur alt í öllu því, sem gott er og guðdómlegt? Getum vér dregið úr dýrð hans með því að draga undan valdi hans nokkuð það, sem heilagt og gott hreyfir sér í sálu nokkurs manns um víða veröld? Því handgengnari sem vér sjálfir verðum Kristi, því gagnteknari verðum vér af þeirri unaðsríku sannfæring, að hann sé að verki hvarvetna, jafnvel meðal aumustu og fáfróðustu bræðra vorra, og á þann .hátt, sem alvizka hans sér bezt henta, leiði svo fram at- vik öll í sögu heims og þjóða á því augnabliki eilíföarinnar, sem vér nefnum tíma, að alt um síöir nálgast hann og föðurinn, og að nú nálgist og sú stund, að a'llar þjóðir fái tekið við sannri mynd af honum eins og hún er gefin og geymd í hinum heilögu guð- spjöllum. Ályktunarorð vor i þessu samíbandi eru því þau, að Kristur sé alt í heimi hér ,að frá honum og fyrir hann og til hans séu allir góðir hlutir, að öll veröldin sé full af hans dýrð og að í Kristi og honum einum sé mannkyninu fyrirbúið bæöi líf og sæla. Þessi trú vor á drottinvald Krists hér í mannheimi er hlið- stæð hinni meiri og yndislegri trú, að Kristur sé alt í öllum heim- um, að hvar sem Guð og tilveran er, þar sé Kristur kraftur Guðs til hjálpræðis öllu, sem að eilífu lifir. Mennirnir eru með því eðli skapaðir, að þeir láta sér eigi fullnægja að sjá út að þeim sjóndeiklarhring þar sem sólin sezt. Menn “horfa yfir hafið um haust að auðri strönd.” Menn sár- biðja um Ijós inn í eilífðina. Á vorum dögunt hefir löngun manna eftir ljósi handan úr eilífðinni orðið átakanleg. Þeir sem lifa í Kristi og láta orð hans vera lampa fóta sinna, hafa í honum Ijósið að handan og láta sér það nægja. Aðrir eru aö leita og rannsaka í heimkynnum andanna. Það hefir vakið athygli mína, að margir þeirra manna, sem farið hafa með einlægu hugar- fari að leita þá leið, hafa orðið fullvísir um það, aö Kristur sé alt í eilífðinni, eða á landinu hinum megin grafar. Nýlega átti eg tal við velþektan Islending, sem frásnúinn hafði jafnan verið kirkjunni og kenningum hennar, en hefir sannfærst um, að hann hafi nú náð sambandi við annan heim. Hann sagði mér að hann hefði komist að raun um, að Kristur væri þar konungu.r og réði L_

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.