Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1928, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.06.1928, Blaðsíða 13
171 ríki’ eins og staÖ — landfræðilegum takmörkum bundinn staÖ. Þessi mannlega hugmynd víkur nú fyrir mikið andlegri og full- komnari skilningi á dýrðar-heiminum. Mönnum skilst aö tilver- an sé ein og óslitin og Guð sé jafnt um alla tilveruna, og hvar sem Guð sé, þar sé himnaríki og himnesk dýrð. Guð er ekkert síður hér á jörðu, en á öðrum sviðum alheims-tilverunnar. Og þar sem Guð er, þar er Kristur. Fyrir því sagði og Kristur: “Sjá, eg er með yður alla daga alt til enda veraldarinnar.” Okkur skortir ekkert annað en augu til að sjá. Þegar augu manna lúkast upp, sjá þeir Krist i dýrðinni hér, eins og englarnir, sem sjá hann og fylgja honum. En með ytri táknum varð hann að gera lærisveinum sínum það ljóst, að hann að eilífu hefðist við í guð- dómlegri dfirð. Menn hugsa sér hið alfullkomna og heilaga hátt, og því er ástand það nefnt “himinn,” af því himminn uppi yfir j'öröinni er það hæðsta, sem menn eygja. En “uppstigning” Krists merkir það, að hann býr að eilífu í því öllu sem heilagt er og fullkomið og fyrir því dýrlegt og guðlegt. Og í því eilfa veldi, svo vítt sem tilvera nær, um heima alla og himna alla, ríkir hann og ræður sem hinn sæli og alvaldi konungur konunganna og Drott- inn drotnanna. í öllum dýrðar-heimum er Kristur alt — og þó með oss einnig á jörðu hér. Tilveran er ekki sundurslitin. Hún er öll tengd saman í Jesú Kristi: “Mitt duft er fast við dauðans stig, en dýrð þín, Guð, svo há, og sarnt mitt hjarta hefja sig til himnaríkis má.” Þá minnist eg á hugtakið, sem faliö er í orðunum: “Steig niður til heljar.” Upptök þess hugtaks eru í ritum bæði Páls og Péturs og að því er vikið í Postulasögu Lúkasar. Mjög snemma á kristnum öldum er það tekiS upp í játningar kirkjunnar. Nú á dögum er því lítill gaumur gefinn og sumum er það til hneyksl- unar. Sannast mála mun það þó, að í orði þessu sé falin dásam- leg vísbending um þann þátt Krists-dýrðarinnar, sem mönnum má vera einna hugljúfastur. Þar er að þvi vikið, að Kristur sé alt í heimkynnum dauðans og í myrkrunum annars heims. Dýrð hans ljómar niður í dýpstu afgrunn, jafnt sem upp í hæstu hæðir. Páll vitnar um þá tvöföldu dýrð Drottins Jesú, að hann stígur bæði niður í djúpin og upp til hæðanna, hertekur fangana og gefur mönnunum gjafir ýEf. 4, 7). Og Pétur skýrir frá því, að eftir krossdauðann hafi Kristur í andanum farið í heimkynni ó- farsælla anda og vitjað þeirra, er óhlýðnast höfðu Guði meðan þeir dvöldu hér á jörðu. (I. Pét. 3, 20). Lætur hann þess og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.