Sameiningin - 01.06.1928, Blaðsíða 29
i87
verki. Vonandi veröur það ekki nema til mjög- skamms tíma.
Séra Valdimar Eylands liefir þjónaö Melanktonssöfn. eins og
áður, en auk þess var hann á síðastl. vetri viö college nárn viö Con-
cordia College í Moorhead, Minn. Útskrifaöist hann þaðan sem B.A.
á þessu vori. Framkvæmdanefnd kirkjufélagsins haföi gert ráðstöf-
un til þess aö fá hann í þjónustu kirkjufélagsins á heimatrúboðssvið-
inu að svo miklu leyti sem tími hans væri ekki upptekinn hjá Melank-
tonssöfn. En um þessar mundir barst honum köllun frá fjórum
norsk-lúterskum söfnuðum i vesturhluta Norður Dakota. Kirkju-
félagið hafði ekki annað að bjóða en heimatrúboðsstarf, úr því prests-
lausir söfnuðir þess ekki tóku sig til í tíma að senda séra Valdimar
köllun, og varð því úr að hann tók köllun hinna norsku safnaða.
Einhver von mun um að hann geti, ef til vill, þjónað Melanktons-
söfn. að einhverju leyti, eftir sem áður. Séra Valdimar er hinn nýt-
asti starfsmaður og er stór eftirsjón í því að missa hann að mestu
eða öllu leyti burt frá starfi voru. Fylgja honum hugheilar bless-
unaróskir vorar í hinu nýja star.fi, og er vonandi að' vér fáum borið
gæfu til þess að fá að njóta hans aftur að fullu í starfi meðal fólks
vors. —• Aðrar breytingar ekki orðið á skipun presta, nema þær sem
koma þá fram í sambandi við einstök starfsmál.
Siðasl. haust byrjaði hr. Egill J. Fáfnis á guðfræðinámi við
lúterska prestaskólann í Maywood, 11. Hefir framkvæmdarnefnd
kirkjufélagsins veitt honum $150. styrk á árinu. Er hann hinn efni-
legasti maður, gat sér góðan orðstýr við námið, og gefur von um að
verða hinn nýtasti starfsmaður.
Leitast hefir verið við að framfylgja ráðstöfunum síðasta kirkju-
þing hvað lieimatriibod snertir, eftir því sem ástæður frekast hafa
leyft. Samið var slcömmu eftir þing við þá séra Hjört J. Eeó og
Séra Sigurð S. Christophersson að taka að sér trúboðsstarf meðal
íslendinga umhverfis Manitoba-vatn, og veitti framkvæmdarnefndin
hvorum urn sig $300. styrk til starfsins á árinu. Auk þess hefir
séra Hjörtur þjónað prestakalli sínu a.ð Lundar og Langruth. Hefir
nú starfið á þessu sviði skipast þannig að* Jóns Bjarnasonar söfn. og
Betaníu söfn hafa gerst fastur hluti af prestakalli séra Hjartar og
séra Sigurður hefir vissa þjónustu hjá Betel söfn. Minkar því sviðið
mjög sem eklci er fastlega ráðstafað.
Leitast var við að framfylgjá samþyktinni um að safna $1,200
til starfsins á árinu. Mun því takmarki ekki hafa verið náð að fullu,
og sýnir skýrsla féh. árangurinn nákvæmlega. En meira hefir þó
safnast til þessa máls en undanfarin ár.
Séra Rúnólfur Marteinsson hefir unnið állmikið heimatrúboðs-
starf á árinu. Hefir hann vitjað íslendinga í Keewatin, stutt að upp-
fræðslu ungmenna þar og fermt. Auk þess flutti hann guðsþjónustu
í Brandon.
Séra Kolbeinn Sæmundsson vitjaði íslendinga í Piney og Cali-