Prentarinn - 01.04.1963, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.04.1963, Blaðsíða 8
þætti hennar, er sífellt eru að gera auknar kröfur til starfsmanna sinna. Danska kennslu- stofnunin er nú í ár orðin 71 árs gömul. Hvað mörgum árum erum viS orSnir á eftir Dönum í þessu efni? Ef viS hefSum átt Jón Arason tuttugustu aldarinnar, hliSstæSan Jóni Arasyni 16. aldarinnar og miSum viS ártölin, er háSar þjóSirnar, Danir og Islendingar, fengu sitt prentverk, ætti skóli okkar nú að vera 30 ára eSa þar um bil. Hinn litli vísir vor aS kennslustofnun er hins vegar aSeins 6 ára gamall og þaS, þegar iSn- greinin er aS hafa hamskipti, ef ég má þannig aS orSi komast. Betra er seint en aldrei. Mér hefur oft dottiS í hug hvaS kunni aS hafa valdiS því, aS þessi þróun hefur átt sér staS. Fleiri mættu íhuga þaS, þótt um seinan sé. Mér virSist eftir þeim gögnum, sem til eru, um sögu starfsins og stétt- arinnar, uppi hafi veriS ýmsir prentarar er á- huga hafa haft á prentlist sem slíku verki, jafn- framt hinu hagnýta er óhjákvæmilega eru burS- arviSir hennar. Þess vegna finnst mér aS skóli hefSi getaS orSiS til nokkrum áratugum fyrr. Slíkt varS ekki, og er ekki um þaS aS sakast. ÞaS er orSinn langur aSdragandi þessara sex ára. Milli tuttugu og þrjátíu ár munu liSin frá því aS fyrsta tillaga kom um þaS í Félagi íslenzkra prentsmiSjueigenda, aS koma á stofn sjóSi í því augnamiSi aS stofnsetja skóla fyrir prentiSnina. Var hún borin upp af þeim Steindóri Gunnarssyni og Gunnari Ein- arssyni, og samþykkt. LítiS miSaSi áfram meS sjóSinn aS öSru leyti en því, sem Steindór var aS gefa til hans, venjulega árlega, ásamt nokkr- um öSrum tillögum, þar til nú síSustu árin aS prentsmiSjurnar leggja fram fast gjald árlega, kr. 500.00 @ nemapláss er hver ]>rentsmiSja má hafa samkvæmt samningum milli félaganna F.Í.P. og H.I.P. og á þann hátt hefur nokkuS raknaS úr hag skólans, enda hefSi ekki veriS möguleiki á því aS hefja starf skólans án þess- ara framlaga. Reynsla þessara fyrstu ára skól- ans er mjög hliSstæS þeirri, er Danir höfSu af sínum skóla hina fyrstu áratugi. Ég held þó, aS betur hefSi getaS gengiS hjá okkar skóla- vísi, ef hann væri ekki svo háSur hinum hefS- hundnu námsgreinum sjálfs ISnskólans. En treglega hefur gengiS aS fá tilfærslu náms- greina til aukningar hinni beinu verklegu kennslu. AS hinu leytinu hefSi skólinn aldrei orSiS til án beinnar velvildar fyrrv. skólastjóra Helga H. Eiríkssonar og nú Þórs Sandholts. BáSir hafa þessir menn sýnt okkur hina mestu velvild og vissulega á skólanefndin einnig sinn hlut þar aS. Ég held aS þaS hafi orSiS til þess aS koma lífi í ýmsar iSngreinar, um aS koma upp verk- legri kennslu, aS okkar iSngrein varS fyrst til þess aS hefjast handa í þessa átt, þótt seint væri, því sífellt eru fleiri greinar aS fara á staS meS verklega kennslu,núna síSast bakaraiSnin. Skólinn hefur orSiS aS kaupa allt til setningar- innar, en prentvélar hefur hann ýmist fengiS fyrir lítiS eSa veriS gefnar án endurgjalds. Skólinn hefur síSan kostaS uppsetningu vél- anna, en ISnskólinn raflögn. HúsnæSi og kennslu greiSir ISnskólinn. Kennslu hefur veriS hagaS sem likast og í dönsku skólunum, aS svo miklu leyti sem hægt er, vegna kennsluhátta sjálfs ISnskóIans, en prentskólinn hefur orSiS aS sníSa þarfir sínar eftir honum, svo sem ég gat um hér á undan. Hvernig þroska þessarar deildar innan ISn- skólans reiSir af, get ég ekki spáS um, en ég vona þó aS þeir ungu menn, sem eru aS kom- ast til þroska, ásamt hinum eldri, sjái hvílík nauSsyn þaS er aS leggja sig fram um aS hlúa aS þessum vísi sem mest. Þótt skammt sé frá því aS kennsla hófst, hefur þegar veriS stigiS nýtt spor, sem aS mínum dómi var sjálfsagt, 8

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.