Prentarinn - 01.04.1963, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.04.1963, Blaðsíða 10
Nýju kjarasamningarnip Seinasti prentaður samningur okkar var undirritað- ur 8. september 1962. A honum var síðan gerð breyt- ing 8. júlí 1963, sem fól í sér kauphækkun um 7M>% og að aukavinna yrði reiknuð út samkvæmt 44 stunda vinnuviku. Það samkomulag og samningurinn í heild féll úr gildi 15. október 1963 án nppsagnar. A félags- fundi 13. október 1963 var samþykkt að óska eftir svohljóðandi breytingum og stjórn H.I.P. falið að hefja samningaviðræður við prentsmiðjueigendur: „1. gr. vinnutími: Við 2. málsgrein bætist: Sé unnin ankavinna skal kaffitími vera 10 mínútur áður en hún hefst. 3. málsgrein: I stað „Sé það einróma vilji starfs- manna“ o. s. frv. komi: „Sé það vilji að minnsta kosti tveggja þriðju starfsmanna" o. s. frv. Seinasta málsgrein 1. greinar hljóði svo: Frá og með 1. apríl til og með 30. september fellur vinna á laugardögum niður. — Þó mega prentsmiðjur o.s.frv. standi óbreytt málsgreinina út. 5. gr. Sumarleyfi: Neðan við greinina komi: Laugardagar, sem ekki eru vinnudagar á orlofstímanum, teljast ekki til hinna umsömdu orlofsdaga. 11. gr. Lágmarkskaup: Vélsetjarar .............................. 2293.54 Handsetjarar og prentarar................. 2178.85 Kvenfólk fyrstu 6 mánuðina............... 1082.57 — næstu 6 mánuðina................ 1161.21 — fullnuma ....................... 1408.26 — eftir 2 ár ..................... 1423.60 — — 3 ár ......................... 1523.65 — — 4 ár.......................... 1689.71 Nemar: 1. ár 35% af samningsk. handsetjara 762.60 — 2. ár 40% - — — 871.54 — 3. ár 50% - — — 1089.43 — 4. ár 60% - — — 1307.31 Hlaupavinnumenn á dag 480.00. Kaup vélsetjara, handsetjara, prentara og kvenna, sem vinna vaktavinnu, skal vera fimmtán af hundraði hærra en að ofan greinir, en kaup þeirra setjara og prentara, sem vinna eingöngu eða aðallega við dag- blöð, skal vera tuttugu af hundraði hærra en að ofan greinir. 23. gr. Um heilbrigðisreglur og ræstingu fer eftir gildandi lögum og fyrirmælum, og skal þeim nákvæm- lega fylgt. 27. gr. Samningurinn gildir frá 15. október 1963 til 15. október 1964 og er uppsegjanlegur með eins mán- aðar fyrirvara af beggja hálfu. Verði honum ekki sagt upp, framlengist hann um sex mánuði í senn með sama uppsagnarfresti. Hækki vísitala framfærslukostn- aðar um 5 stig frá 1. október 1963 til 1. apríl 1964 er heimilt að segja kaupgjaldsákvæðum samningsins upp með eins mánaðar fyrirvara miðað við mánaða- mót. Verði breyting gerð á lögskráðu gengi krónunn- ar, er samningurinn uppsegjanlegur með eins mánað- ar fyrirvara, miðað við mánaðamót.“ Þann 14. október var þessum kröfum komið á fram- færi við samningsaðila og sáttasemjara. Þegar kom til viðnræðna þann 18. október um þess- ar kröfur kom það fljótt í ljós að prentsmiðjueigendur töldu sig eiga von á því að ríkisstjórnin gerði eitthvað til heildarlausnar í kaupgjaldsmálum, og voru því ekki tilbúnir til samninga við okkur. Þó var ákveðið að halda samningaviðræðum áfram og var fundur aftur haldinn 21. október. Hafði þá samningamönnum verið fækkað í þrjá menn frá hvorum. Frá H.I.P. voru það Pjetur Stefánsson, Kjartan Ólafsson og Ingólfur Ólafs- son, frá prentsmiðjueigendum Baldur Eyþórsson, Gunnar Einarsson og Magnús Astmarsson. Jafnframt því, sem samningaviðræðum var haldið áfram, var undirbúin atkvæðagreiðsla til verkfalls- heimildar og henni lokið 23. október. Samþykktu heim- ildina 233 félagar, 15 greiddu mótatkvæði og 12 at- kvæði voru auð eða ógild. Með bréfi til samningsaðila og sáttasemjara þann 24. október var því boðað verk- fall, sem hefjast skyldi 1. nóvember 1963. Þann 24. október átti formaður H.I.P. fund með félagsmálaráðherra. Gafst þar tækifæri til að túlka málstað félagsins, en vitneskja um það hver viðbrögð ríkisstjórnin hygðist hafa í kaupgjaldsmálum fékkst ekki á þeim fundi. Þó kom það fram, að unnið væri að samningu lagafrumvarps, sem gera mundi ráð fyrir bindingu kaupgjalds og verðlags í einhverri mynd. Frain að þessu hafði ekkert það gerzt, sem ástæða 10

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.