Prentarinn - 01.12.1967, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.12.1967, Blaðsíða 10
nefndinni tilkynning um að ríkis- stjórnin féllist á, að verðhækkanir síðasta ársfjórðungs yrðu bættar upp með vísitöluuppbót frá 1. des- ember. Yrði hér miðað við hinn nýja vísitölugrundvöll og kaup- hækkun skv. því 3,39%, eða 19,16% álag á grunnkaup (15.25% áður). Kaup það, er í gildi gengur 1. desember helzt þar til samningar hafa tekizt um annað milli verka- lýðsfélaga og atvinnurekenda. Miðstjórn A. S. I. kom nú saman til fundar og ákvað að svara ríkis- stjórninni á þann hátt, sem birt er hér að framan. Var sú ákvörðun tekin samhljóða af miðstjórnar- mönnum. Þar sem ákvæði um lögbundna kaupgjaldsvísitölu hafa nú verið felld niður, en búast má við mikl- um verðhækkunum vegna gengis- fallsins, ríður á öllu að verkalýðs- félögin haldi vel vöku sinni og fylg- ist nákvæmlega með hverskonar röskun á hlutfalli milli verðlags og kaupgjalds. Með félagskveðju Alþýðusamband íslands". Við þetta bréf er engu að bæta og skal því vikið að þeim þætti vísi- tölumálsins, sem nú er nýlokið. I febrúar s.l. barst stjórn H. I. P. bréf frá A. S. I., sem hljóðar svo: „Kæru félagar! I kjaramálaályktun Alþýðusam- bandsþingsins, sem lauk störfum 1. þ. m. var svohljóðandi kafli um að einbeita afli verkalýðssamtakanna að því verkefni að tryggja fullar vísitölubætur á kaup 1. marz næst- komandi: „Löggjöfin um vísitölubætur fyr- ir verðhækkanir hefur verið grund- völlur allra kjarasamninga á undan- jörnum árum, í senn félagslegt rétt- lætismál og mikilvægt öryggi fyrir allt launafólk. — Alþýðusamtökin munu ekki una því, að sá árangur verði tekinn af verkafólki með ein- hliða aðgerðum stjórnarvalda. Því ítrekar þingið og leggur megin- áherzlu á þá stefnu samtakanna, að verðtrygging launa verði að haldast óslitið. Þingið skorar á öll verkalýðsfé- lög að búa sig undir það að tryggja fullar vísitölubætur á kaup 1. marz n. k., því slíkar vísitölubætur voru forsenda þeirra samninga, sem sein- ast voru gerðir við atvinnurekendur. Þingið samþykkir því að fela miðstjórn það verkefni að tryggja sem bezt samstöðu verkalýðsfélag- anna í þeirri baráttu og skipuleggja sameiginlegar aðgerðir þeirra, ef þessi réttlætiskrafa nær ekki fram að ganga átakalaust". I ályktun þings Verkamannasam- bandsins nokkrum dögum síðar var þessi ákvörðun áréttuð um vfsitölu- málið: „Þingið telur, að næsta skrefið í liinni beinu kjarabaráttu sé að tryggja samningsbundinn eða lög- festan rétt verkafólks til fullra verð- lagsbóta á laun, og heitir á öll sam- bandsfélög sín að vera reiðubúin ásamt öðrum verkalýðsfélögum til að framfylgja kröfum heildarsam- takanna í þeim efnum 1. marz n. k. með allsherjarverkfalli, verði ekki orðið við kröfu samtakanna í þess- um efnum“. Til þess að ná því marki, sem sett er í ályktunum þinganna verða sambandsfélögin að bregða við skjótt — tilkynna atvinnurekendum, að samninga sé óskað þegar í stað. En þessi þáttur, vísitala á kaup, er sameiginlegur fyrir landið allt. Miðstjórnin samþykkti þess vegna á fundi sínum 8. þ. m., að leita eftir því við félögin, hvort þau vilji veita henni umboð til að hefja þegar við- ræður um vísitölumálið og fara með umboð fyrir sambandsfélögin gagnvart Vinnuveitendasambandi Is- lands varÖandi þann þátt samninga- málanna. Vegna þess, hve tíminn er naum- ur, þótti einnig rétt, að miðstjórnin kysi þegar nefnd í málið. Var svo gert og skipa hana þessir menn: Hannibal Valdimarsson, Snorri Jónsson, Eðvarð Sigurðsson, Bjöm Jónsson, Jóna Guðjónsdóttir, Magn- ús Sveinsson, Jón Sigurðsson, Bene- dikt Davíðsson, Björgvin Sighvats- son, Sigfinnur Karlsson, Einar Og- mundsson, Óðinn Rögnvaldsson, Hermann Guðmundsson, Björgvin Sigurðsson, Ragnar Guðleifsson. — Alls 15 menn. Hér með er þeirri fyrirspurn því beint til sambandsfélaganna, hvort þau vilji fela miðstjórn Alþýðu- sambandsins umboð sitt í vísitölu- málinu, og er bráðnauðsynlegt, vegna þeirra tímamarka, sem sett hafa verið, að ákvörðun sé tekin um það eins fljótt eftir móttöku þessa bréfs, eins og nokkur kostur er á. Þá verða félögin að vera við því búin að fylgja vísitölukröfunni eftir með verkfallsaðgerðum, ef á þarf að halda. Með félagskveðjum F. h. Alþýðusambands Islands Hannibal Valdimarsson". Þess skal getið til skýringar á því, sem hér að framan er sagt um 15 manna nefnd, að eftir að bréf þetta var skrifað, var fjölgað í nefndinni um 3 menn. Á fundi stjórnar H. í. P. 14. febr- úar var einróma samþykkt að verða við óskum A. S. I. varðandi umboð til samninga. Jafnframt var með allsherjaratkvæðagreiðslu aflað heimildar handa stjórn félagsins til að boða vinnustöðvun 1. marz, til þess að framfylgja kröfum heildar- samtakanna um fullar vísitölubætur. Árangurinn af aðgerðum heildar- samtakanna er öllum svo kunnur, að ekki er ástæða til að rekja hann hér. Það skal aðeins endurtekið, sem sagt var á fundi í H. I. P. 18. marz s.l., að aðalatriðið í þessari baráttu var ekki það, hve margar krónur kæmu í hlut hvers og eins, heldur hitt, að fá það viðurkennt, að vísi- tala skuli greiðast á kaup. Ymis mál Ajmœli H. í. P. I 1.—11. tbl. Prentarans er sagt frá 70 ára afmæli H. í. P. Við þá frásögn skal því aðeins bætt, að skömmu eftir afmælishófið afhenti Kjartan Ólafsson stjóminni að gjöf 27 mjög fagrar litmyndir, sem hann hafði tekið í afmælishófinu að Hótel Borg. 56 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.