Prentarinn - 01.12.1967, Blaðsíða 14

Prentarinn - 01.12.1967, Blaðsíða 14
umferðir. Átta „pör“ frá þremur prentsmiðjum tóku Jjátt í keppn- inni. Urslit keppninnar verða birt í næsta blaði. Skýrsla bókasaínsnefndar Það sem gerzt hefur á síðasta ári í bókasafnsmálum H. I. P. er að mestu fólgið í skrásetningu safns- ins, sem þó er ekki að fullu lokið. Aukið hefur verið við prentverks- rit safnsins. Gjafir bárust frá skozk- um og enskum prentarasamtökum með fulltrúa félagsins á þingi IGF. Unnið er að því að afla fastra tengsla við bókaútgáfufyrirtækin. Bókasafnsnefnd þakkar þeim, sem alltaf senda safninu reglulega út- gáfubækur sínar. Safnið hefur unnið að því að afla fræðslumynda um prentverk og bókagerð. Til ánægju má geta þess að safn- ið á nú Arnfirðing Þorsteins Er- lingssonar og Nýja Island Þorvarðar Þorvarðarsonar. Það er vonandi að á næsta ári verði hafegt að gefa tæmandi skýrslu um bókaeign safnsins og gera Ijós- ari grein fyrir hlutverki þess í næstu framtíð. Reikningur bókasafnsins hljóðar svo: Skýrsla orloísheimilisnefndar Rekstrar- og kostnaðarreikningur Orlofsheimilis prentara 1967 TEKJUR: Frá fyrra ári ..................................... kr. 51.504,04 Leigutekjur......................................... — 30.100,00 Samtals kr. 81.604,04 GJÖLD: 1. Gas, kol og olía................................ kr. 13.018,50 2. Aðrar rekstrarvörur.............................. — 6.119,30 3. Viðhaldskostnaður................................ — 12.428,90 4. Tryggingagjöld, skattar o. fl.................... — 7.677,00 39.243,70 5. Steypt í svalagólf og þak yfir rotþró, snyddulögð brekkan við heimkeyrsluna......................... — 25.771,50 6. Mosaik lagt í forstofugólf og WC................. — 13.624,85 78.640,05 í sjóði til næsta árs............................ — 2.963,99 Samtals kr. 81.604,04 Orlofsheimilið var starfrækt frá 10. júní til 1. september og dvöldu þar 32 fjölskyldur og einstaklingar í samtals 43 dvalarvikur. Hér á eftir vil ég í stórum drátt- um rekja aðdraganda og undirbún- ing þeirra framkvæmda, sem nú standa yfir, þ. e. rafvæðir.g Orlofs- heimilisins í Miðdal. Þess var getið í skýrslu orlofs- heimilisnefndar fyrir árið 1966, að félagsmálaráðherra hefði veitt H. í. P. 200 þús. kr. styrk af fé því, sem Ársreikningur Bókasafns prentara 1967 TEKJ UR: Tekjuafgangur frá fyrra ári ................ kr. 11.188,00 Fskj. 1 Tillag II. f. P. árið 1967 ................. — 15.000,00 — 2 Seld Prentaratöl............................. — 3.201,80 Samtals kr. 29.389,80 GJOLD: Fskj. 3 Varið til bókakaupa ...................... kr. 9.818,00 — 4 Varið til bókbands og gyllingar............... — 9.223,00 — 5 Ýmislegt ................................. — 694,00 Útgjöld samtals kr. 19.735,00 Tekjuafgangur til næsta árs................... — 9.654,80 Samtals kr. 29.389,80 á fjárlögum er ætlað til orlofsheim- ila verkalýðssamtaka. Einnig var getið um, hvernig stjórn félagsins ráðstafaði því fé. Nefndin vildi enn freista þess að afla frekari styrks til Orlofsheimilis- ins, vegna þeirra framkvæmda sem í mótun voru. Var félagsmálaráð- herra send umsókn, dags. 17. maí 1967. Um þetta segir svo í fundar- gerð stjórnar H. í. P. 26. júní: „Bréf hafði borizt frá félagsmála- ráðherra (dags. 26/5 ’67) varðandi umsókn orlofsheimilisnefndar um styrk af því fé, sem veitt er á fjár- lögum til orlofsheimila verkalýðsfé- laga. Var í bréfinu tilkynnt, að H. I. P. hefði verið úthlutað á þessu ári kr. 200.000,00. Stjórnin var því meðmælt, að fé þetta yrði notað til að raflýsa Orlofsheimilið og fegra umhverfi þess“. Orlofsheimilisnefndin vann að því um sumarið að afla sér upplýsinga um, hver myndi verða hugsanlegur kostnaður við lagningu háspennu- línu að Orlofsheimilinu, spenni- stöðvar og raflagna innan húss, á- samt tilheyrandi ljósastæðum, þil- ofnum og rafmagnshellum. Ég leyfi mér að taka aftur upp úr fundargerð stjórnar félagsins. Þar segir svo 4. september 1967: 60 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.