Prentarinn - 01.01.1970, Side 7

Prentarinn - 01.01.1970, Side 7
og hávaðinn yfirþyrmandi. Sá er nefnilega mestur ljóður á vélum frá Monotype, að þær eru hávaða- samar, að ekki sé meira sagt, sérlega þá þessar tvær. Eins og setningarvélar þeirra cru filmuvélarnar og blýsteypivélarnar að mestu loftknúnar og slík orka er ekki til þess fallin að hindra hávaða. Hins vegar verður ekki um þessar vélar sagt, að þær þjóni ekki sínum tilgangi, því að þær eru einkar skemmtileg tæki og fjölbreytnirík að vinna á, og möguleikarnir á slíkar vélar stórum meiri en á þær setjaravélar, sem við Islendingar eigum að venjast. — Vélarnar cru látnar ganga þarna í deildinni 24 klukkustundir stanzlaust og síðan yfirfarnar og ef ekkert finnst að þeim, eru þær úrskurðaðar söluhæfar. Það er rétt að taka það fram, að þarna er ekki framleitt fyrir lag- er, lieldur er hver vél, sem byrjað er á, fyrirfram seld. Eftir þessa hávaðasömustu deild verksmiðjunnar var sú hljóðlátasta skoðuð — leturgerðin. Stig fram- leiðslunnar í þeirri deild eru 82, frá því er teiknar- inn lýkur verki sínu þar til filman eða mótið eru tilbúin til notkunar. — Fyrir þá, sem ekki vita, skal tekið fram hér, að Monotype smíðar einkum tvenns konar vélar, auk leturborða, Monophoto filmsetningarvélar og Monotype caster. „Casterinn" er blýsteypivél, sem steypir lausaletur eftir gata- strimli frá leturborðunum og þarf að skipta um leturramma (rammi með 272 stafamólum) fyrir hverja stærð, sem notuð er. FilmusetningarvéJin setur eins og steypivélin eftir strimli. í stað stafamóta eru jafnmörg filmunegatív, sent vélin lýsir inn á filmu og er sama negatívið notað við allar leturstærðir. Stækkun og minnkun leturs er aðeins fólgin í til- færslu linsa og spegla og breytilegu ljósopi, enda er fihnsetningarvélin lítið annað en stór, hávaðasöm myndavél. — Mjög fróðlegt var að fylgjast með hin- um ýmsu stigttm starfseminnar 1 leturdeildinni. Nákvæmnin og vandvirknin var mikil, eins og gefur að skilja, enda má ekkert út af bregða í þessari framleiðslu. Minnstu mistök gera leturmót og film- ur ónothæfar. Öll starfsemin þama að undanskildu starfi teiknaranna, fór fram í rafeindatækjum og starfsmenn sérhæfðir hver á sínu sviði. Rak ég augun í að mestur hluti starfsfólksins í þessari deild var kvenfólk. Gerði ég ráð fyrir að það væri vegna þess, að kvenfólk þætti skárra í þessa ná- kvæmnisvinnu en karlmenn, en vildi ekki spyrja af ótta við svarið, fyrir mína hönd og kynbræðra minna. Þegar heimsókninni í leturdeildina var lokið, var heimsókninni i Monotyjjeverksmiðjurnar raunar lokið líka. Ég kvaddi því hr. Florio og meðskoðara mína og hélt með næstu lest til London, þreyttur eftir allt labbið, en snöggtum fróðari. Jón Þórðarson áttræður Jón Þórðarson, heiðursfélagi H.Í.P. átti áttræðis- afmæli 1. ágúst s. 1. Ritstjórn Prentarans óskar Jóni til hamingju með áttræðisafmælið og þakkar honum skerf hans til blaðsins á undanförnum árum og ósk- ar, að samskiptin megi enn haldast áfram uin mörg ókomin ár. PRENTARI N N 5

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.