Prentarinn - 01.01.1970, Side 13

Prentarinn - 01.01.1970, Side 13
ATVINNUÖRYGGI Tillaga Alþjóðasambands bókagerðarmanna um landssamning aðildarfélaga um atvinnuleysi og að afstýra félagslegum vandkvœðum við upptöku nýrrar verktcckni og nýrra starfsaðferða. Meginregla Samningsaðilar eru ásáttir um að hagnýting tæltni- þróunarinnar og hagræðingin miði að þvx að gera fyrirtækin arðbærari og auka yfirhöfuð framleiðn- ina í rekstrinum. Sanrningsaðilar lýsa skýlaust yfir, að áhrif þessaiar hagirýtingar eigi að vera jákvæð, bæði efnahagslega og félagslega, og verði ennfremur að stuðla að því að tryggja og bæta þau lífskjör senr þegar hafa náðst. Einnig eru samningsaðilar f grundvallaratriðum á eiiru nráli um, að varðveita verði og auka enn félags- leg hlunnindi vinnuþega við upptöku nýrrar verk- tækni og nýrra starfs- og framleiðsluaðferða, við skipulagsbreytingar innan fyrirtækisins og við franr- kvæmd hagræðingar. Skilgreining Ráðstafanir í merkingu þessa samnings eru bæði breytingar á verktækni og starfs- og framleiðsluað- ferðunr jafnt sem skipulagsráðstafanir, senr rökstyðja má með tækniþróun og hagræðingu, og haft geta í för með sér uppsagnir, tekjurýrnun og flutning vinnuafls á vinnustað þar sem laun eru lægri. A kvceði í því skyni að afstýra því að upp komi félagsleg vandkvæði, eða að draga að minnsta kosti úr þeim, og til að tryggja eins og kostur er atvinnuöryggið við upptöku nýrrar verktækni og nýrra starfs- og framleiðsluaðferða, svo og við skipulagsbreytingar í fyrirtækjum og hagræðingarráðstafanir, hafa samn- ingsaðilar gert með sér eftirfarandi samkomulag: Starfsliði skal látin í té vitneskja um þær ákvarð- anir, sem taka skal um hagræðingu með tækninýj- ungum, jafnskjótt og vinnuveitandinn hefur feng- ig yfirsýn yfir þær afleiðingar, sem af þessu leiðir fyrir verkafólkið. Nýjar starfsaðferðir, sem spretta af tækniþróun- inni, skulu falla í hlut iðnaðarmönnum. Við hag- ræðingarráðstafanir, sem hafa í för með sér fækkun starfsliðs, skal í fyrsta lagi forðast að iðnaðaimönn- um sé sagt upp. Tilftersla á annan, viðunandi, vinnustað Hvort vinnustaður er viðunandi veltur á eðli starfsins, félagslegri stöðu og launamöguleikum hlutaðeigandi starfsmanns síðar meir. Á undan til- færslu á annan vinnustað verður að fara skrifleg greinargerð. Vinnuþeginn verður innan venjulegs gildandi uppsagnarfrests að tilkynna, hvort hann hefur afráðið að halda áfram starfi við hin breyttu skilyrði, eða hvort hann vill slíta ráðningu sinni. Endurhœfing til annarrar iðnar i þrentiðnaði Meðan endurhæfing stendur yfir skal vinnuveit- andi eða vinnuveitendasamtökin greiða söxnu laun og áður og standa straum af öllum endurhæfingar- kostnaði, þangað til náð er þeirri kunnáttu og leikni, að tök séu fengin á breyttu eða nýju starfi og það leyst af hendi svo að náð sé að minnsta kosti fyni launum. Samningsaðilar skulu leitast við að afla styrks frá ríkinu við endurhæfinguna innan ramma fyiirhug- aðra endurhæfingarmöguleika. Beri svo við, vegna þess að fyrri vinnustaður hverfur úr sögunni, og óhjákvæmilegt verði að vinnuþegi færist í lakar Ixorgað starf eða óhjákvæmilegt verði að segja hon- um upp, hafa samningsaðilar orðið á eitt sáttir um: Uppsagnarfresti Uppsagnarfrestir eru eftir að minnsta kosti tíu ára óslitna ráðningu hjá fyrirtækinu: 13 vikur eða 3 mánuðir eftir að náð er 35 ára aldri; 17 vikur eða 4 mánuðir eftir að náð er 45 ára aldri; 26 vikur eða 6 mánuðir eftir að náð er 50 ára aldri. Til að varðveita félagslega stöðu við uppsögn sem orðin er óhjákvæmileg greiðast svolátandi: Upþsagnabœtur Fyrir fyrstu tíu árin í starfi á vegum fyrirtækis- ins: 1 vikulaun fyrir ár hvert. Fyrir nasstu tíu árin i starfi á vegum fyrirtækisins: 1]4 vikulaun fyrir ár hvert (fyrir allan þann tíma sem sá sem upp er sagt hefur starfað á vegum fyrirtækisins). Fyrir ár sem þar eru framyfir í starfi á vegum fyrirtækisins: U/2 vikulaun fyrir ár hvert (fyrir allan þann tima sem sá sem upp er sagt hefur starfað á vegum fyrirtæk- isins). PRENTARINN 11

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.