Prentarinn - 01.01.1970, Síða 17

Prentarinn - 01.01.1970, Síða 17
kora skáldið Steingrímur Thorsteinsson, þegar hann kom úr Latinuskólanum kl. rúmlega tvö. Stein- grímur var mjög skemmtilegur og sagði ýmsar skemmtilegar sögur frá askuánim sínum vestur á Snæfellsnesi. Eitt sinn um haustið 1884 kom Steingrímur sem oftar og stóð þá svo á, að lítið var að gera í prent- smiðjunni annað en hreinsa vélarnar og ýmislegt smávegis. Sagði Steingrímur þá sögu sem gerðist er hann var ungur hcima á Arnarstapa í Snæfellsnes- sýslu. Þar var þá faðir lians umlxiðsmaður Skógar- strandar- og Arnarstapaumboðs. — Ekki langt frá Bjarnarhöfn var kirkja, sem nefndist Hellnakirkja. Það var alsiða á þeim tíma, að kirkjuloft voru not- uð fyrir geymslu og svo var einnig að Hellnum. A kirkjuloftinu var geymt allskonar liert fiskmeti; þorskhausar, hákarl, steinbítur o. fl. Að þessu sinni var margt fólk komið til kirkju, sem hafði ætlað að vera til altaris, því þetta var um haust. Það var siður þá, að fólk í sveitum fór eink- um að haustinu, er heyskapur var á enda, og var svo á þessum sunnudegi í síðari hluta októbermánaðar. Nú komu þeir prestur og meðhjálpari og leiddi meðlijálparinn prest. Þrjár tröppur eða þrep voru upp að altarispallinum. Virtist sem presturinn væri nokkuð mikið ölvaður. Og sem hann steig í fyrsta þrepið, varð honum óvart á að stíga í hempuna, svo að hún rifnaði allmikið. Prestur áttaði sig þó fljótt á því, hvað að var orðið. Sneri hann sér þá snögg- lega að söfnuðinum og sagði þessi vel völdu orð: „Konur og menn, mínir elskanlegir, ég fyrirgef ykk- ur nú syndirnar í herrans nafni og fjörutíu. Amen.“ Arið 1885, 12. marz, brann prentsmiðja Sigmund- ar Guðnnindssonar, en uppi í húsinu, í suðuienda, var trésmíðavinnustofa Einars Jónssonar trésmíða- meistara. Við hliðina á smíðaherbergi Etnars var minna herbergi og þar geymt allskonar fiskæti, hert eða saltað. Ekki vissi ég neitt um brunann fyrr en morgun- inn eftir. Kl. 6 fór ég á fætur. Eg átti heima í Vest- urbænum gegnt Stóra-Seli. Eg átti að sjá urn að heitt væri orðið kl. 7, því þá átti vinna að hefjast. Málaferli urðu út af bruna þessum. Ovildarmenn Sigmundar reyndu að gera þennan bruna grunsam- legan, vegna þess, live áhöld prentsmiðjunnar voru hátt vátryggð. Arið 1885, i októbermánuði var Sigmundur búinn að kaupa sér nýja prentvél í Skotlandi; Miller og Richard hétu þeir, sem seldu honum. Hún tók að- eins 8 síður (medium) „Skírnis-stærð‘, og var því helmingi minni en sú vél, sem lenti í brunanum. Áður en prentsmiðjan brann hafði Sigmundur byrjað að gefa út á sinn kostnað „Fornaldarsögur Norðurlanda", Hrólfa-sögurnar (Hrólfs Gautreksson- ar og Göngu-Hrólfs). Árið 1886, í febrúarmánuði, var byrjað að prenta nýja útgáfu af Kirkjusöngs sálmabókinni. Átti hún að vera mikið endurbætt. í nefndinni, sem átti að sjá um útgáfu þessa var lector Helgi Hálfdánarson, formaður; séra Stefán Thorarensen á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd og séra Valdimar Briem á Stóra- Núpi. — Sigfús Eymundsson keypti útgáfuréttinn i þetta sinn fyrir 2500 krónur, Sigfús hafði lært bók- band hjá Páli bókbindara Sveinssyni, sem gaf út „Þúsund og eina nótt“, sem Steingrímur skáld Thor- steinsson þýddi. Arið 1887 (í maímánuði) stofnuðu nokkrir ungir verzlunarmenn og prentarar félag í þeim tilgangi að iðka leikfimi. Fórum við nokkrir til Ólafs Rósen- kranz, sein þá var leikfimikennari við Latínuskól- ann. Ólafur spurði okkur þá hvað við væruin marg- ir, sem ætluðunr að vera saman. Við sögðum honum að við værum ekki nema átta; við hefðum viljað tala við hann áður en við gerðum meira. Hann sagði okkur þá, að við mættum gjarnan vera 16 eða 20, ef við vildum, húsrýmið væri nógu mikið. En hann sagðist engan tíma hafa afgangs til kennslu ncma á sunnudagsmorgnum kl. 10—12. Var okkur strax Ijóst að það var einmitt hentugur tími fyrir okkur. Er Ólafur kvaddi okkur, sagði hann: „En eitt vil ég segja við ykkur og það er að þið verðið að mæta stuudvíslega, annars verður allt í ólagi." N:csta ár byrjuðum við um miðjan aprílraánuð. Vorum við nemendurnir þá orðnir 18. Fyrra árið vorum við að jafnaði 11 eða 13. Einn af þeim er við bættust var Matthías Einarsson, sem þá var á ungl- ingsaldri, en sagt var að væri þá að lesa undir inn- tökupróf í Latínuskólann. Þetta var Matthías Ein- arsson, hinn góðkunni læknir sem síðar varð; dáður og virtur af öllum, sem þekktu hann að ráði. Ofanskráð er úr drögum að endurminningum, sem G. O. Bj. fól Jóni Þórðarsyni til vörzlu, skömmu fyrir andldt sitt, 1950. 40.000 bókiðnaðarfyrirtæki í Bandaríkiunum í Bandaríkjunum eru nú starfrækt nær 40.000 bókiðnaðarfyrirtæki og starfsfólkið sem þar vinnur er um ein milljón. Flest eru fyrirtækin þó smá eins og bezt sést á því að 81% þeirra hafa færri en 20 starfsmenn. Að sjálfsögðu cru bókiðnaðarfyrirtækin flest í stórborgunum svo sem New York og Chicago — í New York einni eru uin 6000 fyrirtæki í þessum starfsgreinum. Vinnutiminn í bókiðnaðinum er all mismunandi eftir sambandsríkjum en meðaltalið er 36—37 stund- ir á viku, en tvi- og þrískiptar vaktir eru mjög al- gengar. Styzta vinnuvikan og hæsta kaupið er í New York. (Norsk grafia). PRENTARINN 15

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.