Prentarinn - 01.01.1971, Side 15

Prentarinn - 01.01.1971, Side 15
kaupgjaldið, scm báðir aðilar gætu fallizt á, og scgja má að samningamál prentara hafi mótazt af barátt- unni um vfsitölugrundvöllinn allan næsta áratug og reyndar lengur. — Það var í verkfallsátökum prentara 1923, sem vísitalan kemur fyrst inn í mann- lífsspilið á íslandi, enda trúðum við ungu mennirn- ir |)\í, og trúum því reyndar ennþá, að forustumenn prentara liafi í þann tíð verið svo miklir vísitölusér- fræðingar, að á íslandi liafi ekki verið uppi spakari menn í þeim efnum, livorki fyrr né síðar, nema ef vera skyldi Þorsteinn hagstofustjóri, sem kenndi þeim refskapinn. Það er rétt að minna á það, að þessi verkfallsátök verða öðrum fremur að skoðast í ljósi þeirra miklu sviptinga í verðlags- og efnahagsmálum, sem áttu sér stað í og upp úr fyrra stríði og hlutu að leiða af sér harðnandi stéttaátök. Ég er kannski orðinn of langorður um verkfallið 1923, en mig langar til að geta þess einstæða atburð- ar, að Alþýðublaðið, sem prentað var x Gutenberg fyrir veikfall, lióf útkomu á ný þegar nokkuð var liðið á verkfallið. Var blaðið þá pientað í Prent- smiðju Hallgi'íms Benediktssonar að Beigstaða- stiæti 19 — og þangað átti ég margar ferðir. Prent- smiðja Hallgríms var utan samtaka prentsmiðjueig- enda og hann gamall baráttumaður í Pientarafélag- inu. Setjararnir Guðmundur J. Guðmundsson og Tómas Albertsson tóku prentsmiðju Hallgríms á leigu, og gengu að öllum kröfum Prentarafélagsins. Út af þessu urðu pientsmiðjueigendur æfir, „skelltu liurðum" á samuingameun prentara og kváðust enga samninga geia fyrr en Prentarafélagið hefði rekið þá Guðmund og Tómas úr félaginu og svo náttúrlega ritstjóra blaðsins, Hallbjörn Halldóisson, sem jafn- framt var einn af stjórnarmönnum HÍP. Þessari kröfu var svaiað á fjölmennum fundi í Prentarafé- laginu með algerri neitun og samhljóða traustsyfir- lýsingu til stjórnar félagsins. Hvemig orkaði verkfallið á þig persónulega, nýkominn í snertingu við þessa stríðsglöðu menn? — Persónulega minnist ég þess helzt úr verkfall- inu, að ég fór til vinar míns og aðal„lögfræðings“ i prentsmiðjunni, Guðmundar Þorsteinssonar, og leit- aði hjá honum álits um það, hvort sendisveinn ætti að fá kaup mcðan á veikfalli stæði. Guðmundur var einstakt ljúfmenni og séistaklega barngóður og reyndist mér alltaf hinn bezti maður. Hann kvað mig eiga rétt á kaupi og skyldi ég fara til Þorvarðar °g segja hontim það og mætti gjarnan bera sig fyrir því. Þorvarður tók mér vel og neitaði því ekki að mér bæri laun. Ég man vel, hvað lengi hann var að telja smámyntina upp úr kassanum og hvað mánað- aikaupið, sem var að mig minnir 80 kiónur, var orð- ið þungt í vasa. Það er ekki rúm né tími til þess nú að hafa fleiri orð um verkfallsátökin 1923, en ég vildi gjarna mega gera þeim betri skil síðar. Þar var sú stefna mótuð, sem Prentaiafélagið hefur aldrei hvikað frá síðan, að meta félagslegar réttarbætur öðru ofar og standa um þær vörð framar öllu. (Framh.) — hm. PRENTARINN 13

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.